...

Ágúst Már Viggós­son, fremsti Hard Enduro-kappi lands­ins, kláraði í gær Sea To Sky, Hard Enduro-keppni í Tyrklandi, fyrst­ur Íslend­inga. Hafnaði hann í 26. sæti en aðeins 33 kepp­end­ur af 440 luku keppni.

Gra­ham Jarvis, sem mbl.is hitti í haust hér á landi, hafnaði í 5. sæti.

 

Eng­inn lokið keppni fyrr en nú

Hard Enduro er teg­und mótor­hjólaþolkapp­akst­urs við mest krefj­andi aðstæður sem mótor­hjól geta í kom­ist. Íslend­ing­ar hafa tekið þátt í keppn­inni til fjölda ára en hún er tal­in ein erfiðasta Hard Enduro-keppni í heim­in­um.

Alls tóku 16 ís­lensk­ir of­ur­hug­ar þátt í ár, marg­ir af fremstu Hard Enduro-köpp­um lands­ins.

Keppn­is­dag­arn­ir eru fjór­ir í Sea To Sky keppn­inni. Á loka­deg­in­um er keyrt frá strönd­inni við Kemer í Tyrklandi og end­ar braut­in á toppi Mount Olymp­us sem stend­ur rúma 2.500 metra yfir sjáv­ar­máli. Þannig kem­ur heiti keppn­inn­ar til: Sea To Sky.

Kepp­end­ur hafa sex klukku­stund­ir til að sigra fjallið en eins og áður seg­ir luku aðeins 33 keppni af þeim 440 sem hófu hana fjór­um dög­um fyrr.

Á lokadeginum er keyrt frá ströndinni við Kemer í Tyrklandi …

Á loka­deg­in­um er keyrt frá strönd­inni við Kemer í Tyrklandi og end­ar braut­in á toppi Mount Olymp­us sem stend­ur rúma 2.500 metra yfir sjáv­ar­máli. Þannig kem­ur heiti keppn­inn­ar til: Sea To Sky. Ljós­mynd/​Aðsend

MBL.is

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.