Fyrsti einstaklingurinn til að fara hringinn í kringum heiminn á mótorhjóli
Hugsaður þér að hafa farið á mótorhjóli um allan heiminn.
Í upphafi virðist þetta vera draumur, þar sem þú hittir fjölbreytta menningu hina ýmsu landa, keyrir um alls konar landslagi og heimsækir heimsþekkt kennileiti.
Já það er alveg hægt að hugsa sér þetta en kannski annað mál að framkvæma það.
Carl Stearns Clancy (1890-1971) var bandarískur mótorhjólamaður og þekktur kvikmyndaframleiðandi. Hann er talinn vera fyrsti einstaklingurinn til að fara hringinn í kringum heiminn á mótorhjóli.
Fór hann hringinn á Henderson four mótorhjóli.
Carl Clancy hóf reyndar ekki ferðina einn því að vinur hans Walter Storey ók með honum af stað. Hófst ferðin úr heimabæ móður Clancy á Írlandi en aðeins eftir stuttann spöl var Storey mjög óheppinn og eyðilagðist hjólið hjá honum strax fyrsta daginn í umferðaóhappi. Þetta neyddist Clancy að ferja Storey aftan á mótorhjólinu sínu í um 400-500 mílur og eftir það fór Storey aftur heim til Bandaríkjanna en Clancy hélt áfram með drauminn sinn og hélt áfram förinni .
Það var ýmislegt sem gerði ferðalagið erfitt. Skortur á bensíni og varahlutum og óvissa um hvort væri hægt að fara áfram á mótorhjóli þar sem enginn hafði áður farið. Stundum hugsaði hann um að hætta við og snúa til baka, en ævintýraþráin hélt velli og hann hélt ótrauður áfram.
Margar bilanir og jafn margar viðgerðir
Henderson hjólið hans þurfti ansi oft á viðhaldi að halda, og á þeim tíma voru fáir viðgerðarmenn með kunnáttu eða verkstæði á svæðinu. Hann var með verkfæri sjálfur og gerði oft við hjólið sitt sjálfur og reddaði sér alltaf einhvernveginn áfram..
Á þessum tímum var vegakerfið í þessum löndum var nánast ekki til staðar. Clancy ætlaði að fara um Indland, en varð að hætta þeirri áætlun vegna skorts á bensíni í landinu á þeim tíma. Talið er að Clancy hafi tekist á við verstu vegi í Bandaríkjunum Hann var neyddist til að aka erfiða slóða og yfir ár og skurði og var sá hluti ferðarinnar erfiðasti og mest krefjandipartur ferðarinnar ferðarinnar.
Hjálmar voru engin skylda á þessum tíma en í ferðinni tókst honum að kaupa hjálm af flugmanni í Japan, en þar til þá hafði hann ekið með derhúfu. Upphaflega hafði hann ætlað sér að fara 15.000 mílur á sjó og 14.000 mílur á landi, sem innihélt 5.500 mílur í Evrópu, 400 mílur í Afríku, 5.000 mílur í Asíu og 3.500 mílur í Bandaríkjunum á einu ári. Hann endaði hins vegar með að fara 18.000 mílur á 10 mánuðum.
Vel þekktur mótorhjólatúristi, Dr. Gregory Frazier, fjallaði um ferð Carl Clancy í ævisögu hans sem ber titilinn „Motorcycle Adventurer“, sem hann rannsakaði í meira en 16 ár.
Eftir að hafa lokið ferð sinni um heiminn hóf Carl Clancy síðan kvikmyndagerð. Hann leikstýrði og framleiddi fjölmargar kvikmyndir og heimildamyndir á árunum eftir 1920.
Magnað afrek.
Carl Stearns Clancy kláraði ótrúlega ferð upp á 18.000 mílur í kringum jörðina, löngu áður en bensínstöðvar, viðgerðarverkstæði, vegakerfi, bankar eða internet voru til staðar. Ferðin tók 10 mánuði og leiddi hann frá vestri til austurs um Evrópu, Afríku, Asíu og Bandaríkin.
Líklega er Carl Clancy fyrsti Adventure Bikerinn !
Gruflað af netinu,