Ríkisstjórnin hefur sagt að búið verði að bólusetja alla eldri en 16 ára, að minnsta kosti fyrri bólusetningu, þann 1.júlí og lýst því yfir að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt þegar búið sé að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni.

Þetta verður þá líklega til þess að Landsmót er alveg safe þe. minni líkur eru á að covid eyðileggi það fyrir okkur 🙂

Eins og flestir hjólamenn vita þá verður Landsmót bifhjólamanna í Húnaveri í sumar.
Enn er forsala á mótið en forsalan er til 1 maí.
Svo endilega tryggið ykkur miða, því þeir hækka eftir 1 maí.