Laugardagurinn 17/07 var planaður fyrir góðan mótorhjólatúr, Demantshringurinn hinn eini sanni. Rétt undir 300km hringur. Nú skildi styrkja með þátttökugjaldi. Láta gott af sér leiða og allt það. 1000kr á haus og skildi styrkja Umhyggju, félag langveikra barna.

Mæting var við Olís á Akureyri kl 11:00 og brottför um 11:30.

Gríðarlega fín mæting var í viðburðinn eða tíu hjól og tólf þátttakandur.  Sólin lék við okkur og var hitinn að ná um 15°C þegar lagt var af stað og vonir stóðu til að við mundum verða í yfir 20°C+ í ferðinni.

Hjólað var sem leið lá til Húsavíkur og var hugmyndin sú að hádegismatur skildi snæddur þar. Við enduðum á Sölku veitingarstað þar sem hópurinn tók vel til matar síns.

Þegar matur og kaffi hafði runnið á mannskapinn var haldið áfram sem leið lá í Ásbyrgi í þessu líka dýrðar veðri.

Úr Ásbyrgi var haldið sem leið lá að Dettifossi.

Þegar hópurinn hafði skoðað fossin var haldið af stað og stefnan tekinn á Reykjahlíðina. Þar var stefnan að tanka og geta þá jafnvel keyrt beint heim

Þegar mannskapurinn hafði tankað að þá var kominn tími á að halda heim á leið því jú þetta hafði tekið lengri tíma en áætlanir stóðu til um en þar sem menn voru að njóta að þá var þetta bara í góðu lagi.

Ekki var nú ekið langt frá Reykjahlíð þegar það hvellsprakk á mínu hjóli.  Nú voru góð ráð dýr.

Ákveðið var að hópurinn mundi halda áfram og kláraði annars mjög svo skemmtilega ferð en undiritaður ákvað að verða eftir og láta sækja sig.

Þegar heim var komið var farið beint á stjórnarfund hjá TraustVal ehf sem á og rekur www.hjolarinn.comwww.sorptunna.is og var þar ákveðið að jafna á móti styrkinn til langveikra barna. Lagt var inn á reikning þeirra 24.000kr.

Daginn eftir var farið í björgunarleiðangur.

Þegar komið var inn á Akureyri með hjólið var það hið snarasta sett inn á lyftu og dekkið skoðað. Það er óhætt að segja að það var aldei spurning hvort heldur bara hvenær það mundi springa á þessu dekki. Samkvæmt fyrri eiganda hjólssins að þá er þetta dekk sem fór undir hjólið sumarið áður og viku fyrir þennan túr var það nær óslitið.

Eins og sjá má er þetta dekk komið á tíma og má því segja að þarna hafi bara lukkan stigið inn og dekkið sprungið þar sem heppilegast var að það gerðist. Ég hvet alla að skoða dekkin sín og þá séstaklega ef ekið er á hinum nýju viðgerðum sem komið hafa á vegina í sumar því eins og fyrr segir var dekkið fínt viku áður.


Þetta hins vegar segir manni að það sé alldrei of varlega farið.

Ég þakka samferðafólki mínu úr þessar ferð fyrir ánægjulega ferð þó að endirinn hafi verið ekki allveg eins og ég vildi.

Kveðja
– Valur S þórðar