Það er nú svo að sælla er að gefa en að þyggja. Eða svo segir máltækið og erum við í Tíunni sanfærð um að svo sé.

Eins og flestir vita er Tían hollvinafélag Mótorhjólasafnsins á Íslandi og styður við það með ráðum og dáðum.

Nú um daginn var ákveðið að láta gott af sér leiða á öðrum vígstöðvum þar sem bæði efnahagsástands heimsins og geðheilsa landans hefur undanfarði orðið fyrir miklum skakkaföllum og eiga margir um sárt að binda í þessu Covid ástandi, bæði fjárhaldslega en einnig andlega.

Tían ákvað að gefa styrk til ToyRun sem er góðgerðarfélag mótorhjólamanna sem undanfarin fjögur ár hafa styrkt dyggilega við Píeta samtökin. www.toyrun.is

Píeta samtökinn berjast öturlega gegn sjálfsvígum með ýmsum ráðum og hafa þau nú opnað starfstöð á Akureyri. www.pieta.is

Það kostar sitt að halda úti sólahringsvakt á forvarnasíma og annari starfsemi í kringum þeirra starfsemi og nú á tvemur starfstöðvum.

Við skorum nú á aðra bifhjólaklúbba og samtök að koma að borðinu hjá annað hvort ToyRun eða beint hjá Píeta samtökunum og styrkja þetta þarfa verkefni. 

Með vinsemd og virðingu
– Stjórn Tíunnar Bifhjólaklúbbs Norðuramts.