Eitt af mótorhjólum safnsins er Herkules W2000 Wankel

Árið  (2008) Flutti Jón Dan bróðir (Heidda) inn Herkules W 2000 Wankel mótorhjól frá Kanada.

Hjólið var haugryðgað þegar það kom til landsins og fylgdi önnur vél með því í varahluti.
Rafkerfið var ekkert nema brunarústir og var því hjólið ógangfært.
Lögðust því Jói Rækja og Gunnar Möller yfir hjólið og komu því í nothæft stand.
Gunnar Möller gerði við rafkerfið og Jói sá um rest og þar á meðal viðgerð  á mótor og restina af útlitinu. Reif hann hjólið í parta og þreif og pússaði laga tankinn og sprautaði Höldur tankinn.
Hjólið var svo sett í gang og hefur síðan þá verið
einn a safngripunum á Mótorhjólasafninu á Akureyri.Fleiri myndir á gömlu tíusíðunni
https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/2019/01/hercules-wankel-safninu.html

Þessi hjól voru smíðuð í Þýskalandi árin 1976-1977. Wankelhreyfillinn var bylting sem því miður átti erfitt uppdráttar. Hugmyndin var góð en útfærslan varð ekki sem skyldi, GM meðal annars tryggði sér framleiðslurétt en fyrir utan NSU RO 80 bílana  var það aðeins Mazda sem náði að beisla Wankel hugmyndina.

Hercules fyrirtækið var stofnað 1886 en framleiðsla mótorhjóla hófst ekki fyrr en árið 1904. árin 1950-1960 var Hercules stærsti framleiðandi tvígengisvéla og margar þeirra voru notaðar í Hercules hjól sem voru vinsæl á markaðnum.   Það var svo 1970 sem tilraunahjól með Wankel hreyfli kom á götuna. Árið 1976 kom W2000 til sögunnar það var 294 cc skilaði 23 hestöflum í byrjun en síðar 32 hestöflum. Dýrt framleiðsluferli og ofmikil eldsneytisnotkun gerði sögu Wankelhreyfilsins í mótorhjóla geiranum styttri en ella.

22.2.2008

ps.
Munið að við rukkum Felagsgjöldin í Tíuna   með gíróseðli 15 feb.
Þangað til getið þið greitt gjaldið og sloppið við bankakostnað með að greiða hér á netinu. og í bónus fáið þið happdrættisnúmer.  (gildir bara um þá sem hafa greitt fyrir 15 febrúar.)
https://tia.is/felagsgjald-tiunnar-2023/

https://tia.is/verslun/