...

Hjóladagar eru aftur komnir á dagskrá hjá Tíunni  eftir að við þurftum að fresta þeim um miðjan mánuðinn.

Föstudagur: 
19:00 Hjólaspyrnuæfing og leikar á svæði BA. 200m spyrna og tímatökubúnaður og ljósin verða notuð.
21:00 Bjórkvöld í sal Tíunnar á safninu. Trausti og Baldur munu verða með lifandi tónlist.

Laugardagur:
12:00 Safnast saman á Ráðhústogi. Lagt af stað kl 12:30. Við ætlum að heimsækja Mærudaga á Húsvík þar sem við munum sýna hjólinn okkar á N1 planinu milli
14:00 & 16:00 og á meðan munum við spóka okkur á Húsavík.
16-17 komið við á Ystafelli

19:00 munum við grilla lambalæri og framreyða með öllu tilheyrandi í sal Nátturlækningafélagsins í Kjarnaskógi þar sem við munum njóta hljóma Rúnars EFF eftir mat. Frítt fyrir greiddan meðlim Tíunnar en 2.500kr fyrir aðra.
Skemmtum okkur svo fram eftir kvöldi. lokum kl 12-1 (Fer eftir stemmingu) og þá er hægt að skella sér á lífið í miðbænum  🙂

A.T.H Aldurstakmark 18 ára. 

 

Nánar dagskrá verður á viðburðinum á Facebook

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.