Við byrjuðum hjóladaga upp á spyrnubraut með því og leika okkur aðeins á hjólunum okkur til mikillar skemmtunar.
Fleiri hefðu alveg mátt mæta því þetta var mjög gaman!  og kunnum við Hrefnu og þeim í Bílaklúbbnum góðar þakkir fyrir að keyra ljósin fyrir okkur

Eftir það var haldið bjórkvöld á mótorhjólasafninu og vorum með lifandi mússik þarf fram yfir miðnætti. þar sem Trausti og Baldur héldu uppi fjörinu.

Á laugardeginum var dagskráin sú að skella sér í mótorhjólaferð til Húsavíkur á Mærudaga og sýna okkur og hjólin okkar þar í 2 tíma.


Alls Fóru 29 hjól af stað frá Akureyri og eitthvað bættist svo inn það og voru um 40 hjól á planinu við N1 á Húsvík þegar búið var að stilla upp.

Á eftir Mærudaga heimsóknina var frjáls heimferð og fóru hjólarar vítt og breytt. Sumir fóru Þeystareikileiðina (sem er einn skemmtilegasti mótorhjólavegur landsins) og Mývatn heim, og aðrir komu við á Samgöngusafninu á Ysta felli og heilsuðu upp á Bílaklúbbsmenn og staðarhaldara þar sem voru að grilla.

Kl 19 var svo matarveilsa hjá Tíunni inn í Kjarnaskógi, Nánar tiltekið í kjarna húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar.  Þar var boðið upp á grillað Lambalæri og sveppasósu og tilheyrandi meðlæti. og það var Tíuélugum að kostnaðarlausu.   En aðrir þurftu greiða smá gjald.
Rúnar Eff kom og spilaði hjá okkur í einn og hálfann klukkutíma ymisa slagara og eftir það kom baldur og kláraði kvöldið með mussik.

Og þar með lauk Hjóladögum.

Við viljum Þakka öllum sem tóku þátt í ár þó við hefðum viljað sjá fleiri hjólamenn á svæðinu ,   Líklega olli gott veður sunnanlands því að færri komu þá leiðina til okkar einnig voru viðburðir út um allt lands sem Heilluðu fólk annað,   en í heildina vorum við ánægð með gleðina.

Sérstakar þakkir ..
Bílaklúbbur Akureyrar  (Hrefna og Einar)
Friðrik Ottósson (Meistarakokkur)
Rúnar Eff (Music)
Trausti og Baldur   (Music)
Ómar Geirsson  (Hópakstur)
Einar Sigtryggsson (Styrktaraðili Hjóladaga)

Takk fyrir okkur
Stjórn Tíunnar.