Hjóladögum frestað vegna veðurs.
Stjórn Tíunnar ákvað í morgun að fresta hjóladögum Tíunnar þar til önnur dagsetning verður ákveðin.
Veðurfarið verður ekki með okkur þessa helgina og því var þessi ákörðun tekin, því miður!
Þeir sem voru búin að tryggja sér miða á tónleikana hjá Stebba Jak þá var sá viðburður líka sleginn af. Fyrirframgreiddir miðar verða endurgreiddir.