...

Hjónin Guðbergur Guðbergsson og Kristín Birna Garðarsdóttir hafa til margra ára verið í fremstu röð akstursíþróttamanna hér á landi.

Það er einstakt að hjón skuli hafa náð slíkum árangri og einnig að kona skuli vera í fremstu víglínu í mótorsporti.
Kristín Birna varð íslandsmeistari í Rallýcrossi 1992 og hefur einnig keppt í mótorcrossí, kvartmílu, torfærukeppnum og í rallý. Guðbergur hefur keppt í nær öllum akstursíþróttum sem keppt hefur verið í hér á landi, og unnið til fjölda verðlauna. Hann er m.a. nýbakaður Íslandsmeistari í rallýcrossi.

Vikan hitti þau hjónin á heimili þeirra í Grafarvogi og ræddi við þau umþetta óvenjulega áhugamál.

Þau búa i stóru og fallegu húsi í Grafarvoginum og það vakti athygli blaðamanns að sjá tvo Porche bíla í heimreiðinni fyrir utan tvöfalda bílskúrinn. „Við höfum verið saman í sautján ár og það má segja að akstursíþróttir séu okkar líf og yndi. Strax um áramót er byrjað að gera bílinn kláran fyrir sumarið.“

Þau eiga tvo keppnis Porche bíla, annann í rallý og hinn í rallýcross.
Heimilisbílinn er að sjálfsögðu einnig af Porche gerð. Kristín Birna byrjaði að keppa í mótorcrossi, sem er keppni á vélhjólum, og er hún líklega eina konan sem hefur keppt í þeirri íþrótt hér á landi. Guðbergur hefur einnig tekið að sér áhættuleik í kvikmyndum og má þar nefna Löggulíf, Sódómu Reykjavík, Skytturnar og sykurmolavídeó.

Ég spurði Kristínu Birnu um hennar fyrstu keppni í Rallycrossi.



Jón S Halldórsson Vinur okkar, sem nú er látinn, átti tvo BMW bíla og var að fara að keppa í Keflavík. Hann bauðst til að lána mér annan bílinn og það fór svo að ég sigraði og Jón varð í öðru sæti.“ Þetta var 1980 og Birna mætti algerlega óundirbúin og án undirbúnings.„
Þetta er spurning um tilfinningu, ég hef gaman af því að keyra og spá og spekulera til dæmis þegar ég kem að beygju, næ ég henni á sextíu . . .“
Kristín Birna og Guðbergur hafa fengið sterk viðbrögð frá konum sem hafa fylgst vel með gengi hennar í keppnum ,, þær koma til mín og hvetja mig, konur sem jafnvel hafa farið að fylgjast með sjónvarpsþáttunum mótorsport eingöngu vegna þess að fulltrúi þeirra er með.“ „Mér finnst að kvenfólk eigi að koma mikið meira inn í þetta.“ skýtur Guðbergur inn í; „Það er staðreynd að konur eru nettari ökumenn, en það er alltaf þessi minnimáttarkennd að karlmenn séu sterkari og þar af leiðandi séu þeir betri ökumenn. En í akstursíþróttum gildir, og það hefur sýnt sig, að konur eru nettari og þar af leiðandi betri þegar til langstíma er litið en þær hafa kannski ekki fjármagnið né geta gert við bílana sjálfar.“

„Það eru margar konur sem hafa mikinn áhuga, það vantar ekki; En málið er það að Meðal-Gunna hefur ekki aðstöðuna  ; hvernig á hún að gera við og hvernig á hún að bera sig að? Það eru ekki allar konur sem eiga menn sem vita allt um viðgerðir eða eiga vin sem getur eytt öllum helgum og öllum kvöldum í þetta. Ég er mjög vel sett að eiga mann sem er á kafi í þessu og veit út á hvað þetta gengur.“
Þau eru líka svo heppin eiga vini sem tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu til að allt gangi uþp. „Við erum að jafnaði þrjú kvöld í viku og einn helgidag að vinna í bílunum og vinir okkar koma alltaf og hjálpa til og án þeirra gengi þetta ekki upp.
Sem dæmi fóru 1500 vinnustundir í það einn veturinn aö smíða keppnisjeppann. Það var jeppi sem var notaður í keppni árið áður og við þurftum að endursmíða.“
Bakvið þau hjón stendur harðsvíraður hópur aðstoðarmanna sem hefur staðið með þeim í gegnum súrt og sætt og lagt á sig ómælda vinnu og fórnað frístundum og jafnvel sumarfríum til að allt gangi sem best. Það eru þeir Guðni Guðnason, Halldór Jóhannsson, Sigurður Ingi Gunnarsson og Hjalti Bjarnfreðsson, sem mynda „gengið“ sem hafa reynst svo vel og kunna Guðbergur og Kristín Birna þeim bestu þakkir fyrir!“

Texti: Ingólfur Júlíusson

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.