Honda e væri líklegur kostur þar sem hann er einnig rafdrifinn og útlitið af gamla skólanum.

Honda framleiddi á árum áður lítið mótorhjól sem mátti pakka saman og setja aftur í Honda City bílinn, og kallaðist það Honda Motocompo.

    Núna hefur Honda sótt um einkaleyfi fyrir rafhjóli sem kallast Motocompacto og minnir nafnið mjög svo á hjólið gamla. Hvort um nýja útgáfu af samanbrjótanlegu rafhjóli sé að ræða á þó eftir að koma í ljós, sem og hvort það verði í boði með einhverjum bílum Honda.

   Honda e væri líklegur kostur þar sem hann er einnig rafdrifinn og útlitið af gamla  skólanum



Fréttablaðið 4.8.2020