Tían heldur sína árlegu hópkeyrslu til að minna á að mótorhjólin eru komin á götuna.

Oftast hefur hópkeyrslan verið haldin á verkalýðsdaginn 1.maí en stjórn Tíunnar breytti því í fyrra bæði vegna þess að oft er veður óhentugt þennan dag hér norðanlands og að göngugatan og Ráðhústorg er líka í notkun vegna fundahalda þennan dag.

Einnig er líka gaman að fara bara í suðurferð og taka risahópkeyrsluna á 1.maí fyrir sunnan með Sniglunum.

 

15. maí hópkeyrslan verður því nú í annað sinn.

Dagurinn er afmælisdagur Heidda # 10 en Tían Mótorhjólaklúbburinn var stofnaður í minningu hans en hann var Snigill nr #10 og nafnið Tían er út af því.

Nánar um klúbbinn er að finna á heimsíðu Tíunnar www.tia.is .“

Hópkeyrslan 2022

Áætlað er að hefja hópaksturinn við Kirkjugarða Akureyrar kl 14:30 mæting 14:00 byrjað verður á að leggja blóm á leiði Heidda og eftir það verður Hópaksturinn.

Leiðin er eftirfarandi

Ekið er niður Þórunnarstræti, (yfir tvö ljós), beygt inn á Glerártorg og Gleráreyrar eknar,  Hringtorg 2/4 ekið upp Borgarbraut, Ekið upp Dalsbraut, Ekin upp Þingvallastræti yfir (gönguljós og ein ljós) ,( Hringtorg 2/3) ekið upp og niður Hlíðarfjallsveg,  (Hringtorg 2/3)  Hlíðarbraut (Hringtorg 1/3) og aftur  (Hringtorg 3/4) ekið upp Borgarbraut (Hringtorg.2/4  Brattasíða, Vestursíða,Síðubraut, (Hringtorg 1/4)  Hörgárbraut (yfir Ljós) Hringtorg 3/4 Undirhlíð, Krossanesbraut í suður , Hjalteyrargata , Strandgata (Ljós), miðbær , Skipagata, Hafnarstræti, Torg.  (Hópkeyrslu Lokið)

Eftir gott spjall á torginu þá er frjáls ferð á Hjalteyri þar sem allir eru velkomnir í kaffi og með því á tilboði.

 

 

Skoðunardagur Tíunnar  og fornbíladeildar BA er í frumherja 14 maí kl 8-12   Félagskírteinin 2022 gilda  frá BA og Tían