Vökulum ferðalöngum á Akureyri hafa veitt því athygli að nú eru upp komnar hvorki meira en né minna en þrjár ofur-eftirlits, hraðamyndavélar á 300 metra kafla á Hörgárbraut milli hringtorgsins hjá N1 og niður á gatnamótin hjá Olís.
Við N1 skammt rétt við gangbrautina standa vígalegir myndavélastaurar með hraðamyndavélum, og niður við Glerárbrú stendur eftirlitsmyndavél sem vísar líklega í allar áttir og fylgist þar með með umferðaljósunum meðal annars.

Það eru lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin sem sameinast um þennan búnað. Hraða- og rauðljósamyndavélar verða settar upp við gangbrautarljós á tveimur stöðum á Hörgárbraut, skammt norðan við Tryggvabraut og við Stórholt.

Myndavélarnar beintengdar við umferðarljós

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um nýja tegund af myndavélum sé að ræða, sem hafi ekki verið teknar í notkun hérlendis áður. Myndavélarnar eru útbúnar radartækni til hraðamælinga og eru beintengdar umferðarljósunum.

Eftirlistmyndavélin við Gleránna

Mörg slys á síðustu árum

Íbúar í nágrenni Hörgárbrautar hafa lengi krafist aðgerða til að bæta öryggi gangandi vegfarenda. Mörg slys hafa orðið á götunni á síðustu árum og gangandi vegfarendur orðið fyrir bíl.

Íbúarnir vilja undirgöng

Auður Inga Ólafsdóttir, einn íbúanna, segir gott að fá þessi ljós sem nú stendur til að setja upp. En þessi búnaður dugi ekki til, íbúarnir vilji fá undirgöng. Reynslan sýni að ökumenn virði ekki gangbrautaljós við götuna og undirgöng séu eina leiðin til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Göngin séu til á samþykktu deiliskipulagi og ekki hafi fengist fullnægjandi svör við því hvað hafi breyst í skipulagsmálum frá því sú samþykkt var gerð.