Apple mælir gegn því að fólk festi iPhone-símana sína við bifhjól með þar til gerðum statífi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eig­end­um iP­ho­ne-síma er ráðið frá því að festa þá á vél­hjól þar sem titr­ing­ur hjól­anna kunni að skemma viðkvæm­an búnað inn­an í mynda­vél­um sím­anna. Þetta kem­ur fram í viðvör­un frá Apple fram­leiðanda iP­ho­ne-sím­anna.

BBC grein­ir frá

Hrist­ing­ur hjól­anna get­ur eyðilagt inn­byggða hristi­vörn (e. optical ima­ge stabilizati­on) á lins­um sím­ans sem ger­ir mynd­bands­upp­töku stöðugri. Auk þess get­ur skjálfti vél­hjóla skaddað fókus-búnað mynda­vél­anna.

 

Á einnig við um létt bif­hjól og vesp­ur

Eig­end­um léttra bif­hjóla og vespna er einnig ráðlagt að nota fest­ing­ar­búnað með ein­hvers kon­ar demp­ara fyr­ir sím­anna til þess að lág­marka skaða af völd­um titr­ings vél­anna.

Ein­hverj­ir vél­hjóla­menn hafa kvartað yfir því á sam­fé­lags­miðlum að mynda­vél­ar sím­anna séu gjör­eyðilagðar eft­ir stutt­an túr á hjóli.

Sá hluti mynda­vél­anna sem fer illa út úr skjálfta vél­hjóla er hannaður til þess að bæta stöðug­leika lins­anna og gera sím­an­um kleift að ná skýr­ari og betri mynd­um við erfiðar aðstæður. Vél­hjól geta því hrist sím­ann svo mikið að virkni og næmni þessa búnaða minnki sem kem­ur niður á gæðum mynda og mynd­banda.

mbl.is