Landsmót Bifhjólamanna.
Húnaver 2021

Landsmót Bifhjólamanna er eitthvað sem flestallir bifhjólamenn kannast við!
Þessi hátíð Bifhjólafólks hefur verið haldin árlega nánast síðan 1987 að vísu undir nafninu Landsmót Snigla, en hefur verið Landsmót Bifhjólamanna í meira en áratug.

Landsmót Bifhjólamanna hefur verið haldið í öllum landshlutum en þó oftast í Húnaveri en það má segja að sú staðsetning hafi bara einfaldlega hentað best.  Svæðið er miðsvæðis á landinu.  Gott hús ,stutt í þjónustukjarna, í nágrannabæjum og allt til alls til að halda gott mót.

Tónlistarveisla 2021
Í ár verður sannkölluð tónlistarveisla því að staðfest er að Eyþór Ingi verði á svæðinu , Dimma verður með tónleika og Stebbi jak mun verða plötusnúður.
Einnig verður hljómsveitin Húnabandið sem er sótt í heimabyggð í Húnavatnssýslunum að skemmta og voru þeir einnig á landmóti í fyrra og var mikil ánægja með þeirra framlag á því landsmóti og voru þeir því ráðnir aftur.

Rokk og ról og jammí botn … Tryggið ykkur miða á Landsmót í forsölu

Forsala er hafin á Landsmótið en hún hófst 1 mars og stendur til 1 maí.
Miðaverð í forsölu er 13000 kr og innifalið eru:
Tónleikar: Fimmtudags, föstudags  og laugardagskvöldHér er svo viðbúrður.
Landsmótsúpa sem er kjarngóð og góð. (föstudagskvöldið)
Grillmáltíð með öllu. (Laugardagskvöldið)
Og frábær skemmtun bifhjólamanna á svæðinu.
Smellið á myndina til að fá upplýsingar til að kaupa miða í forsölu.

 

Hér er svo viðburðurinnn á Facebook

Hér er Landsmótssíðan á Facebook