Líklega hefur enginn hér á landi heyrt um ljósmóðurina Joy Mckean frá Nýja Sjálandi.
Á 6. áratugnum fór Joy McKean, hjúkrunarfræðingur frá Nýja-Sjálandi, í óvanalega ferð á mótorhjóli. Á BSA Bantam mótorhjóli, ein á ferð ferð umhverfis jörðina.
BSA Bantam, sem var fyrst kynnt árið 1948, var létt mótorhjól og líklega ekki ætlað fyrir langferðir en annað kom á daginn. Ferðalag hennar braut ekki aðeins menningarlegar hindranir heldur fór einnig gegn væntingum samfélagsins til kvenna á þeim tíma. Hún varð ein af fyrstu konunum til að fara í slíka ævintýraferð ein síns liðs og sýndi þannig bæði sjálfstæði og könnunaranda.
Hver er Joy Mckean ?
Joy McKean er Nýsjálensk kona sem ólst upp í sveitum í Rangiwahia 40 mílur norður af Feilding í Manawatu á Nýja Sjálandi.
Móðir hennar var Homopati og sá alfarið um að hráfæði væri undirstaða mataræðis fjölskyldunnar og varð því Joy grænmetisæta ævilangt. Joy hét réttu nafni Naomi Margaret McKean en hún var „Alltaf kölluð Joy vegna þess að hún var mikill gleðigjafi.
Joy hafði það sem hún síðar kallaði „tilviljunarkennda skólagöngu“ með aðeins þriggja ára formlega menntun frá 14 ára aldri þegar hún var heimavist í sjöunda dags aðventistaskólanum í Longburn. Þar fékk hún góðan grunn í ensku, líffærafræði, lífeðlisfræði og tónlist en missti af stærðfræði og náttúrufræði.
Þegar Joy varð 18 ára, bauð móðir Joy henni í heimsreisu.
Eldri bróðir hennar Rawhiti fór með henni og heimsóttu þau ættingja í Bandaríkjunum og Kanada áður þau fóru til Englands nánar tiltekið til Southampton.
Seinni heimsstyrjöldin skall á einmitt þá og varð til þess að heimsreisan stoppaði þar. Þar hóf hún fjögurra ára hjúkrunarnám við háskólann. College Hospital, í London sem útskrifaðist svo fjórum áður síðar sem ljósmóðir og vann á Simpson Memorial sjúkrahúsinu í Edinborg.
Á meðan hún var í námi í London keypti Joy Rudge-Whitworth reiðhjól fyrir fimm pund, nítján skildinga og sex pens, og notaði það til að kanna stóran hluta Bretlands og Írlands í frítíma sínum og til vinnu . Hún hjólaði frá Edinborg til London í gegnum snjó til að taka við starfi sem héraðsljósmóðir á Plaistow Maternity Hospital í Austur-London, sem mjög krefjandi vinna í stríðinu þar sem mikið var af slösuðum eftir árasir Þjóðverja.
Eftir stríðið, eða eftir næstum tíu ár á Bretlandseyjum fór hún aftur heim til Nýja Sjálands. Þar vann hún einnig á spítölum víðsvegar um Nýja Sjáland og alltaf var reiðhjólið hennar með henni og fór hún um allt á því og er talið að hún hafi hjólað yfir 18000 mílur á reiðhjólinu á Bretlandi ,Nýja Sjálandi og Ástralíu.
Joy var ekki með tjald á þessum reiðhjólaferðum og svaf því oft undir berum himni út í náttúrinni, útlegur varð einmitt hennar lífstíll eftir að hún fékk sér mótorhjól.
________________________________________________________
Fékk sér mótorhjól
Svo kom að því Joy fékk sér mótorhjól, mágur hennar kvatti hana til þess svona til að auðvelda henni lífið á ferðalögum, því allar þessar reiðhjólaferðir voru farnar að taka sinn toll af henni hún var orðin afar grönn og veikluleg því hún brendi miklu meira en hún borðaði.
Fyrir valinu var BSA Bantam D1 125cc kraflítið mótorhjól, sem hentaði henni mjög vel þar sem hún var mjög vön reiðhjólaferðum.
„BSA advertising at the time noted it was, “Attractive in appearance and amazingly economical“
Svo þann 1 október 1951 fór hún í sína fyrstu mótorhjólaferð til Ástralíu og þó hún hafi ekki átt mótorhjólið lengi þá náði húngóðum tökum á því strax.
10,031 miles Brisbane to Perth and Back Again on the world’s most popular 125cc motor cycle, the invincible BSA Bantam.
Fór hún frá Brisbane á austurstrond Ástralíu þvert yfir Ástralíu til Perth alls 4300km ferðalag, Athugið að þetta er áður en gsm og gps i, bara moldarvegir og mismikið brúaðar ár , þetta er fyrir utan allar hætturnar af náttúrunni, hrikalega heitt veðurfar, vinda og eyðimerkur , fáar bensínstöðvar lítið af vatni. Joy var 29 daga yfir Ástralíu, en þetta var bara byrjunin af hennar ævintýrum því hún átti eftir að fara í stærri ferð.
1955 lagði hún af stað umhverfis jörðina frá Nýja Sjálandi,
Fór hún þá sömu leið og í ferðinni áður yfir Ástralíu Síðan tók hún skip yfir til Sri Lanka, og eyddi 12 dögum á Sri lanka og skoðaði alla eyjuna á mótorhjólinu, og ók 1700 km á eyjunni.
Hún skrifaði meðal annar í dagbók sína:
„Had gone about five miles when the rain fell as I have never experienced in my life. It was terrible. Thunder cracked and lightning lit up the road and the jungle like day. I carried on in the dark. It was one of the worst runs I have ever done. I would have hated to have had to stop for a wild elephant on the road. (The locals say elephants stand on the road to get the warmth as the steam rises). At times I was in hills and the road twisted and turned. Later when the rain stopped, the steam from the hot bitumen rose higher than my head, adding to the difficulty of visibility.“
Joy arrived back in New Zealand on 10 November 1957 after being away for two years and three months, passing through 34 countries and riding 54,000 miles. She had spent a total of £740 on travel. She said, “Throughout the world I have had generous and efficient help from the agents of BSA, which has greatly helped to make the trip a success.”
Eftir Sri Lanka fór hún yfir til Indlands og þar lenti hún í ymsum ævintýrum. kannski skiljanlega því hún var ekki með kort af Indlandi! Hún hafði samt fengið skiflegar leiðbeiningar en það dugði bara visst mikið og fékk hún ekki kort fyrr en hún kom til Nýju Delhi .
Svo þegar hún fór næst af stað þá kom smá vandamál hún blandaði of sterka blöndu í bensínið og þurfti að rífa blöndunginn og þrífa hann með hóp af krökkum og fullorðnum fylgjast með en þetta hafðust allt hjá henni. Svo hjólaði hún á syðsta odda Indlands áður en hún fór aftur í norðurátt, og fór upp á Nilgiri Hills sem er í 2300 metra hæð ,, en þá fór hjólið að ganga mun verr svo hún breytti nálinni í blöndungnum og hjólið gekk betur.
Joy heimsótti eins marga spítala og hún gat og gaf ráðleggingar til ljósmæðra og kenndi.
Eitt sinn var hún elt af belju sem ætlaði að stanga hana þegar hún fældist af hávaðanum á hjólinu og hún stökk af hjólinu og hljóp upp á vegg þar til kýrin missti áhugann.
Í Afríku fór hún ansi víða. Mósambik og Swasíland skoði Victoryufossa fór svo frá frá Lesoto til Jóhannesarborgar simbabe malaví Tansaníu Kenía og Næróbí svo til Uganda og svo Suður súdan þar komst hún í bát á Níl sem ferjaði hana niður ánna til Egiptalands. Allstaðar sem hun kom því við aðstoði hún ljósmæður og kenndi þeim þá tækni sem hún kunni.
Frá Egiptalandi fór hún með skipi til Líbanon og alltaf með hjólið með sér.
Middle east.
í Berút fekk Joy hitasótt og var í halfan mánuð að jafna sig á henni svo fór hún til Damaskus í Sýrlandi og þaðan fór hún í gegnum Tyrkland inn í Evrópu
Evrópa
Í gegnum Evrópu ók Joy á hjólinu yfir Alpana og naut hún oft aðstoðar heimamanna í Ölpunum að hjálpa henni yfir þá. Hafði hún svo vetursetu í Englandi en fór svo næsta vor í smá Skandinavíuferð gegnum Holland Danmörku og Svíþjóð og Noreg, áður en hún fór aftur til Englands og svo með skipi til Kanada.
Ameríka
Frá Kanada með viðkomu við Niagra falls hélt hún í suðurátt, til New york og svo áfram alla leið til Texas svo til Mexico og heimsótti Mexicoborg. Tók þaðan stefnuna norður kom við í Yellostone þjóðgarðinum, svo Salt lake city , Sacromento,San Francisco endaði svo aftur í Kanada í borginni Vancover. Þar sem hún tók skip aftur heim til Nýja Sjálands
___________________________________________________________
Saga McKean er saga þrautseigju og hugrekkis. Eftir að hún yfirgaf Nýja-Sjáland ferðaðist hún um ýmis lönd, þar á meðal Ástralíu, Indland og England, allt á meðan hún vann sem hjúkrunarfræðingur til að fjármagna ferð sína. Ferðalagið snerist ekki eingöngu um þau lönd sem hún heimsótti, heldur einstöku upplifanirnar sem hún átti á leiðinni. Á tíma þegar sjaldan sást til kvenna í slíkum einförum, setti ferðalag hennar á BSA Bantam eftirminnilegt mark á mótorhjólasamfélagið og víðari umræðu um konur í ferðalögum. Saga McKean hefur verið heiðruð í fjölmörgum greinum og ritum, sérstaklega af Nýsjálenska BSA mótorhjólaklúbbnum, sem hefur varðveitt þessa ótrúlegu sögu fyrir komandi kynslóðir. Joy lagði að baki um 54000 mílur og heimsótt 34 lönd í heimsreisunni.
Arfleifð hennar heldur áfram að veita nútíma ævintýramönnum og mótorhjólaáhugafólki innblástur. Brautryðjendaferð McKean er ekki aðeins vitnisburður um hennar eigin þrek og þol, heldur einnig tákn um breytt hlutverk kvenna í ævintýrum og könnunum. Þær áskoranir sem hún mætti á ferðalaginu, er enn fagnað sem merkum kafla í sögunni. Kjarnorkukona.