Við stjórnin höfum ekki setið auðum höndum, Strákarnir í stjórn eru búnir að stýra hinu glæsilegasta happdrætti. Við þökkum fyrir frábærar þáttökur.

Tían hefur opnað nýja heimasíðu sem er hin glæsilegasta og inn á henni er vefverslun með allskonar hjólatengdum varningi. Endilega kíkið inn á síðuna okkar.

Tían heldur ótrauð áfram og ætlum við að stefna að frábæru hjólasumri, en munum taka mið af reglugerðum hverju sinni.

Þann 1. maí vonumst við að geta farið suður og tekið þátt í hátíðarhöldunum með Sniglunum. Vonandi að sem flestir félagsmenn komist með okkur suður, sem sagt ef veður leyfir.

Í ár munum við hafa Hjóladaga helgina 18-19 júni og verðum í samstarfi við Mótorhjólasafn Íslands. Viljum við stækka viðburðinn og því var ákveðið að fara þessa leið til að fá sem flesta hjólamenn norður.

Landsmót Bifhjólamanna verður á sínum stað í ár í Húnaveri og vonumst við eftir ykkur þangað. Þvílík tónlistarveisla sem verður í boði.

Félagskirteinin ættu að vera að detta inn um lúguna hjá ykkur.

Við munum fara í nokkrar hópkeyrslur – halda fundi – Og látum eins og hálfvitar.

Því miður þurftum við að fresta aðalfundi enn eina ferðina. Tók stjórn Tíunnar þá ákvörðun að taka Val Þórðarson inn í stjórn þar sem að Kalla okkar var hætt. Þökkum við henni fyrir hennar samstarf.

Við bjóðum Val Smára Þórðarsson velkominn í stjórn Tíunnar Bifhjólaklúbb Norðuramts.

Bestu kveðjur
Stjórn Tíunnar