Það er misjafnt hvað menn gera sér til dundurs á veturna, og verð ég að segja að þetta er með því flottara sem maður sér.
Þegar menn fá ástríðu fyrir að gera upp gömul hjól og fara „all in“ í því.
Hér er í gangi uppgerð á 1982 árgerð af Hondu MT50 sem var (er) afar vinsæl skellinaðra.
Ögmundur Birgisson félagi okkar á Dalvík er að gera þessa upp, og verður gaman að sjá þegar allt er komið saman.
Glæsilegt hjól Ögmundur…