Það voru heldur betur sáttir Tíufélagar sem komu heim af landsmóti Bifhjólamanna eftir mikla svaðiför til Trékyllisvíkur á Ströndum.

Sumir voru klyfjaðir verðlaunum og aðrir Happdrættisvinningum. 🙂

Gjaldkeri Tíunnar Valur S Þórðarsson og Friðrik Ottoson fengu verðlaunin „Lengst aðkomnu hjólararnir“, Þó þeir kæmu frá Akureyri þá fóru þeir heldur betur lengri leiðina því þeir hjóluðu um 8000km og þar af um 6200km í gegnum 13 lönd í Evrópu áður en þeir komu úr ferjunni og hjóluðu beint á landsmót.

Óskar stjórnarmaður í Tíunni og kona hans Katrín fengu svo búningaverðlaun fyrir þessa flottu víkingabúninga.
(Búningakeppni hefur verið fastur liður á Landsmótum undan farin ár og kryddað heldur betur upp á fögnuðinn.)

Svanhvít ritari Tíunnar kom svo klyfjuð af gjafabréfum sem hún vann í happdrætti á landsmótinu en hún vann víst á 50% miðanna sem hún keypti 🙂 að verðmæti margar tugi þúsunda.

Í keppninni í reipitogi Mótorhjólaeiganda eftir tegundum þá unnu Suzuki eigendur enda vanir að draga hjólin sín ….  😉

í Teygjugöngu sigraði Ástmar / Óðinn  (Addi náði ekki að skilja eftir prikið)
í Tunnurrace sigruðu Óðinn með Rækjuna í tunnunni.   (Vel útreiknaður þyngdarstuðull þar á ferð )
í Farþegasnigli  sigruðu Viddi / Kristján .   (Farþegasnigl var óhefðbundið að þessu sinni en farþeginn mátti ekki sitja eðlilega á hjólinu.)  
Unnar Þ Bjartmarsson sigraði í Sniglinu í ár.
Kreppuspyrnu sigraði svo Ástmar og Þóra
og að lokum Sigraði Ástmar „Haus á Staur“.

Svo  Ástmar og Þóra komu hlaðinn verðlaunum heim 🙂