Ökumaður með eftirvagn í drætti á franskri hraðbraut áttaði sig ekki á því fyrr en 90 km seinna að hann hafði losnað úr eftirdragi.
Það var reyndar herlögreglan sem stöðvaði ferð bílsins og upplýsti ökumann um horfna eftirvagn sem á voru þrjú mótorhjól.
Atvikið átti sér stað á A65 hraðbrautinni mánudaginn 5. ágúst og losnaði eftirvagninn frá bílnum við Roquefort afreinina í sýslunni Nouvelle-Aquitaine. Tók bílstjórinn ekki eftir neinu fyrr en herlögreglan stöðvaði ferð hans og skipaði honum að aka tl baka og sækja vagninn.
Eftir að hann losnaði frá bílnum stöðvaðist eftirvagninn á miðjum hraðbrautarveginum. Til allrar hamingju hlutust engin meiðsl af völdum hans. Fljótlega bar að hjálparþjónustubíl sem færði vagninn til hliðar við brautina og þangað sótti eigandinn hann. Í ljós kom að vagninn hafði ekki verið festur rétt og tryggilega við bílinn, að sögn blaðsins Sud-Ouest.
Lögreglan fjallaði um atvikið á fésbókarsíðu sinni og brýndi fyrir ökumönnum að gæta þess að festa eftirvagnar, hjólhýsi og hvað annað í eftirdragi væri örugglega fast áður en lagt væri af stað í ferðalag.
MBL 2019