...

Ökumaður með eft­ir­vagn í drætti á franskri hraðbraut áttaði sig ekki á því fyrr en 90 km seinna að hann hafði losnað úr eft­ir­dragi.

Það var reynd­ar her­lög­regl­an sem stöðvaði ferð bíls­ins og upp­lýsti öku­mann um horfna eft­ir­vagn sem á voru þrjú mótor­hjól.

At­vikið átti sér stað á A65 hraðbraut­inni mánu­dag­inn 5. ág­úst og losnaði eft­ir­vagn­inn frá bíln­um við Roqu­efort af­rein­ina í sýsl­unni Nou­velle-Aquitaine. Tók bíl­stjór­inn ekki eft­ir neinu fyrr en her­lög­regl­an stöðvaði ferð hans og skipaði hon­um  að aka tl baka og sækja vagn­inn.

Eft­ir að hann losnaði frá bíln­um stöðvaðist eft­ir­vagn­inn á miðjum hraðbraut­ar­veg­in­um. Til allr­ar ham­ingju hlut­ust eng­in meiðsl af völd­um hans. Fljót­lega bar að hjálp­arþjón­ustu­bíl sem færði vagn­inn til hliðar við braut­ina og þangað sótti eig­and­inn hann. Í ljós kom að vagn­inn hafði ekki verið fest­ur rétt og tryggi­lega við bíl­inn, að sögn blaðsins Sud-Ou­est.

Lög­regl­an fjallaði um at­vikið á fés­bók­arsíðu sinni og brýndi fyr­ir öku­mönn­um að gæta þess að festa eft­ir­vagn­ar, hjól­hýsi og hvað annað í eft­ir­dragi væri ör­ugg­lega fast áður en lagt væri af stað í ferðalag.

MBL 2019

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.