...

Margir bæjarbúar hafa tekið eftir hljóði sem er einna líkast því að einhver sé að ræskja sig hátt og snjallt. Þegar þetta hljóð er kannað nánar er ekki um að ræða ræskingar heldur mótorhjól sem eru á ferð um bæinn, fólki til mismikillar ánægju. Þeir, sem eru á hjólunum eru ísjöunda himni, sumir sem heyra hljóðið hugsa margt ljótt og enn aðrir öfunda þá sem eru á hjólunum. Skagablaðið hitti 6 mótorhjólaeigendur fyrir stuttu og ræddi við þá hvernig tilfinning það væri að aka mótorhjóli.

Þeir sögðu að það væri ekki neinu líkt að vera á ferð á góðu mótorhjóli, þeir sem ekki hefðu reynt það ættu mikið eftir. Þegar farið var að ræða um þetta kom í ljós að nokkrir þeirra áttu bíla en seldu þá og fengu sér hjól. Einn átti Mazda 323 GT árg. ’83, annar BMW 318i árg. ’81, einn átti BMW 320 árg. ’82 og svo framvegis, þannig að ekki var verið að láta neinar druslur af hendi fyrir hjólin og ekki var nein eftirsjá í skiptunum.

Þeir félagar sögðu að hjólin væru fljót upp og hægt væri að komast nánast hvar sem væri á hjólunum. Um að ferðast í lausamöl sögðu þeir að væri ekkert mál eina sem væri að í því sambandi væri grjótkast frá bílum sem verið væri að mæta. Þeim barsaman um að nánast vonlaust væri að vera á hjólunum í hálku og snjó og rigningin var ekki ofarlega á  vinsældalistanum hjá þeim félögum. Aðspurðir um hvort ekki væri mikið um hraðakstur hjá þeim hérí bænum sögðu þeir að það væri ekkert meira en hjá bílum almennt. Þeir sögðust aka nokkuð skikkanlega hér í bænum en ef þeir þyrftu að fá útrás þá væri farið út fyrir bæjarmörkin og sótið hreinsað úr hjólunum (sennilega þóekkiuppfyrir90km/klst.). Um ökumenn á Akranesi sögðu þeir að velflestir væru mjög tillitsamir gagnvart hjólunum og um samskiptin við lögregluna sögðu þeir að slíkt væri í góðu lagi.

Klæðnaður þeirra flestra vakti nokkra athygli en þeir voru í leðurfatnaði. Þeir sögðu að slíkt væri nauðsynlegt vegna vindblásturs og eins það, að ef menn detta þá ver leðurfatnaðurinn þá fyrir skrámum. Það var stefnan hjá þeim öllum að fá sér slíkann fatnað og hjálmarnir voru engin spurning, þeir voru eins og hluti af hjólinu og notaðir af öllum.

Ákveðið var að fara upp að steypistöð til myndatöku og var það fríður hópur sem þangað kom, Þorlákur á Yamaha FJ 1100, 125 hestafla hjóli, Snorri á Hondu 700, 85 hestöfl, Baugur á Suzuki GSL 600, 88 hestöfl, Björn Þór á Kawasaki ZIR 1000, 94 hestöfl, Sævar á Kawasaki Z 1000, 85 hestöfl, og Sigurður á Kawasaki ZIR 1000, 94 hestafla hjóli. Samtals voru þetta rúm 570 hestöfl, hreint ekki slæmt. Eftir að búið var að smella myndum afköppunum var farið á Skagann aftur og var ljósmyndarinn langsíðastur enda þekktur fyrir að aka hægt (miðað við mótorhjól), og horfði hann löngunaraugum á eftir hjólunum taka framúr sér.

Skagablaðið 5.5.1988
______________________________________________________________________________________________________________________

Happdrætti Tíunnar.   Dregið 20 mars 2022 aðeins úr seldum miðum
aðeins 800 miðar útgefnir
www.tia.is

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.