Viðburðarík helgi á safninu.
Á föstudag og í dag laugardag var haldin alþjóðleg ráðstefna í nýuppgerðum Tíusalnum.
IJMS. International Journal of Motorcycle Studies. www.motorcyclestudies.org
Þarna eru á ferð aðilar úr háskólasamfélaginu víðs vegar úr heiminum með ansi athyglisverðar pælingar tengdar mótorhjólum kúltur ofl.
Tómas Ingi frá safninu og Njáll Gunnlaugsson tóku þátt með erindum um annars vegar safnið, sögu, tilgang og markmið og sögu mótorhjólamennsku fyrstu 50 árin á Íslandi.
Mjög athyglisvert það sem þarna kom fram.
Eins fengum við heimsókn, Justin De Moulin frá The motorcycle Channel. Hann ætlar að gera safninu góð skil í næstu þáttaröð sinni. Meira af því síðar. Í tenglum við þáttagerðina ætlum við að skella okkur i smá hjóltúr með honum á mánudaginn kl. 17.00. Ride with the locals. Gaman ef þeir sem hafa tök á myndu láta sjá sig. 20+ hitaspá. Mæting á safninu.