Mótorhjólasafn Íslands



Mótorhjólasafn Íslands er eina safnið á landinu sem er eingöngu með mótorhjól, og spannar það 100 ára sögu mótorhjóla á Íslandi.

Safnið var opnað 15. maí 2011 á afmælisdegi Heidda (Heiðars Þórarins Jóhannssonar) en Heiddi var Snigill númer 10. Hann lést í mótorhjólaslysi sumarið 2006.

Safnið var þó stofnað 20. desember 2007, en fjölskylda og vinir Heidda stofnuðu sjálfseignarstofnun um byggingu og rekstur safnsins, sem þýðir að safnið er í almanna eign. Heiddi átti sjálfur að þriðja tug hjóla er hann lést, og er einn salur safnsins tileinkaður honum þar sem bæði hjól og munir hans eru til sýnis. Eins hefur safnið fengið mörg hjól að gjöf og eru nú um 100 mótorhjól þar til sýnis.

Safnið inniheldur sögu mótorhjóla í samgöngusögu landsins, og er ætlað að varðveita söguna í máli, munum og myndum. Það kennir ýmisa grasa á safninu, til dæmis eru þar sjaldgæf bresk hjól, og fyrsta stóra lögguhjólið sem var á Akureyri, er nefntist Motoguzzi. Einu sinni á sumri eru gömlu hjólin drifin út, þeim komið í gang og jafnvel tekinn smá hringur á þeim ef vel viðrar.


The Motorcycle Museum of Iceland



The Motorcycle Museum of Iceland is the only museum in the country dedicated exclusively to motorcycles, covering 100 years of motorcycle history in Iceland.

The museum was opened on May 15, 2011 — the birthday of Heiddi (Heiðar Þórarinsson Jóhannsson). Heiddi was Snigill number 10. He passed away in a motorcycle accident in the summer of 2006.

However, the museum was founded on December 20, 2007, when Heiddi’s family and friends established a non-profit foundation to oversee its construction and operation, meaning the museum is publicly owned. Heiddi himself owned nearly thirty motorcycles when he died, and one hall of the museum is dedicated to him, displaying both his bikes and personal items. The museum has also received many donated motorcycles and now has around 100 on display.

The museum presents the history of motorcycles in Iceland’s transportation story and aims to preserve this history through words, artifacts, and photographs. The collection includes various rare items — for example, rare British bikes and the first large police motorcycle used in Akureyri, a Motoguzzi. Once each summer, the old motorcycles are taken out, started up, and sometimes even ridden for a short trip if the weather allows.