Stundum rekur á fjörur manns fjársjóður eins og ljósmyndir og dagbækur þessa manns, Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði í Mývatnssveit sem dóttir hans, Herdís Anna Jónsdóttir var svo elskuleg að senda mér eftir að hafa lesið grein í Bændablaðinu. Jón átti aðeins mótorhjól frá 1934 – 1950 áður en hann eignaðist bíl og flakkaði víða um landið og hálendi þess á reiðskjótum sínum. Hann hélt einstakar dagbækur um ferðir sínar sem eru frábær lesning. Hér er ferðasaga af honum á Royal Enfield Bullet 500 mótorhjóli frá 1939 sem hann var mjög hrifin af.

meira á .. https://fornhjol.is/