Silfurrefir Mótorhjólaklúbbur er stofnaður af vinahópi stráka frá Ísafirði þann 24. maí 2014 á Drangsnesi. En sagan um mótorhjólaáhuga er frá unglingsárum á Ísafirði þar sem við slitum gúmmískónum á skellinöðrum. Og áttum síðan nokkur ár eftir tvítugt á stórum hjólum og skráðum okkur flestir í Sniglana og fórum á Sniglamót og hvítasunnuferðir á Lýsuhól á Snæfellsnesi í misgóðu veðri ásamt Evróputúr.
Árið 2012 var ákveðið að endurvekja áhugamálið og kaupa aftur hjól en flestir höfðu þá ekki átt hjól í nokkur ár sem endaði með að við fórum 7 saman með Norrænu til Færeyja til að fara á Ólafsvöku og skoða eyjarnar, þessi ferð tókst frábærlega vel. Næsta ár var farið hringinn í kringum Ísland ásamt styttri ferðum. Næsta ár var klúbburinn stofnaður og það kom ekki annað í mála en að gera það á Vestfjörðum og hittust menn á miðri leið í Drangsnesi. Um miðjan júlí var hjólað um suðurland og leigður sumarbústaður á Flúðum og gerð drög að tilgangi klúbbsins sem er einfaldur, mótorhjólaferðir um Ísland og hafa gaman.
Um haustið var haldin fyrsta aðalfundur klúbbsins þar sem kosinn var formaður og ferðir næsta árs skipulagðar og 3 í viðbót úr vinahópnum teknir inn í hópinn þar sem þeir voru búnir að kaupa sér hjól líka.
Vorið eftir var farið á Hólmavík og gist þar, síðan á Bíldudal þar sem haldið var Eurovisionpartý í Skrímslasetrinu sem tókst svo vel að það hefur verið fyrsta ferð klúbbsins síðan ár hvert að fara vestur í Ísafjarðardjúp og halda Eurovisionpartý. Frá Bíldudal var farið yfir Dynjandisheiði og Hrafnseyriþjóðvegur var nýr og fínn. Á sunnudeginum opnaðist og hittist við á rétt um 3 gráður hiti.
Í júní var síðan leigður sumarbústaður í Vaðlaheiði og hjólað út frá honum um norðurland í 5 daga.
Um haustið sendu 3 úr klúbbnum hjólin með Eimskip til Rotterdam og héldu ásamt 3 öðrum frá Hollandi í gegnum Svartaskóg í Þýskalandi til Sviss þar sem gist á skíðahótelum og hjólað fjallaskörð eftir endilöngum Ölpunum þar á meðal Saint Gotthardpass, Fluelapass, Ofenpass og hið rómaða Stelviopass á Ítalíu en þaðan var haldið til Gardavatns og hins fagra Comovatns áfram yfir San Bernaropass til Chamonix þar sem sést vel til Mont Blanc sem er hæsta fjall Evrópu. Síðan var ekið norður Frakkland í gegnum Lúxemborg og Belgíu til Hollands þar sem hjólinum var komið í skip eftir vel heppnaða 12 daga ferð og flogið heim.
Sumarið 2016 byrjaði með ferð á Ísafirði 13. maí og var gist í Reykjanesi þaðan var haldið á Ísafjörð og byrjað að stoppa á Silfurfretatorgi sem er við
Gamla bakaríið eins og alltaf og keyptar kringlur og súkkulaðisnúðar.
Í júlí fórum við hringinn og gistum á Höfn, Eskifirði, Seyðisfirði, Raufarhöfn og Siglufirði, í þeirri ferð fórum við meðal annars á Dalatanga og í Loðmundarfjörð.
Um haustið var byrjað að plana langþráða ferð til USA en það var búið að tala lengi um að hjóla Road 66 og var ákveðið að fara í þá ferð haustið 2018.
Í september var hjólað norður strandir í Norðurfirði í frábæru veðri og gist þaðan var síðan hjólað um Þorskafjarðarheiði í Bjarkalund þar sem haldin árlega aðalfundur.
Vorið 2017 var haldið á stað á Ísafirði og þá hafði snjóað mikið á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og var ákveðið að gista á Hreðavatni en þar rak Hollendingur sem spilaði bara Pink Floyd músík og veitingastaðurinn var með nóg af steik og sæla okkur báða og borða og gista og hjóla næsta morgun.
Eftir morgunmat var lagt af stað yfir Bröttubrekku sem var orðin hálkulaus og til Hólmavíkur, þar hittum við mann frá vegagerðinni sem ráðlagði okkur að hinkra fram að hádegi og leggja þá af stað yfir Steingrímsfjarðarheiði en þar hafði verið snjór og hálka þarna fyrr um morguninn við fórum í Kaupfélagið og fengum okkur kaffi og lögðum síðan af stað undir hádegi, gamli hafði rétt fyrir sér snjórinn var horfinn og heiðin nánast hálkulaus og við komum til Ísafjarðar rétt fyrir fjögur. Og eins og alltaf þá var fyrsta stopp Silfurtorg. Um kvöldið svo farið á Húsið og vinir úr bænum komu og borðuðu með okkur og áttum við gott Eurovision kvöld. Deginum eftir fórum við vesturleiðina í gegnum Þingeyri og yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Flókalund og Bjarkalund, veðrið var erfitt vegna roks og mjög hvasst var í fjörðabotnunum á leiðinni en allir komust við heim í lok sunnudags.

Í júní var ákveðið að fara á Sniglamót vegna þess að það átti að vera 15 ára afmæli mótsins og lögðum við af stað og gistum í Stykkishólmi síðan fórum við fyrir Klofning og gistum á Patreksfirði. Næsta dag fórum við að Hrafnseyri í vöfflur og síðan fyrir Svalvoga og komum að Núpi í Dýrafirði þar sem Sniglamótið var haldið. Um kvöldið var Pallaball og höfðum við mikla skemmtun af því að vera komnir á Sniglamót en við höfðum ekki mætt í 23 ár. Á laugardeginum sáum við auðvitað um hópkeyrslu þar sem við vorum heimamenn og um kvöldið var Sniglabrandið að spila, á sunnudegi héldum við heim og fórum Djúpið í gegnum Hólmavík eftir vel heppnaða ferð.
október var síðan haldið norður strandir á Drangsnes og haldinn aðalfundur og daginn eftir fórum við Þorskafjarðarheiði og í gegnum Búðardal og heim.
maí 2018 var lagt af stað á Ísafirði og staðan tekin í Hyrnunni en allar leiðir voru lokaðar fyrir mótorhjól og var þá ákveðið að fara bara hringinn og 1. nóttina var gist á Hofsósi síðan á Höfn þaðan var brunað til Reykjavíkur og haldið Eurovisionpartý í Kópavogi. Í júlí fórum við yfir Kjöl og gistum á Blönduósi síðan fórum við fyrir Tröllaskaga og gistum á Árbót í Aðaldal, síðan fórum við á Raufarhöfn, Þórshöfn og gistum á Höfn en lentum við á tónleikum með Bjartmari en þaðan keyrðum við heim.
ágúst var komið að Road 66 ferðinni við flugum 7 úr klúbbnum til Chicago og þar vorum við búnir að panta Harley Davidson Electra Glide sem hófst daginn eftir. Fyrsta daginn keyrðum við til Springfield og vorum að venjast hjólunum, hitanum og umferðinni. Við fórum síðan í gegnum Missouri, Oklahoma, Texas, New Mexico, Arizona, Nevada og California en við skiluðum hjólunum í Los Angeles eftir 13 daga á hjóli og keyrt afálfalauast 4071 km, keyrt yfir 3 tímabelti og hitastigið fór hæst í 42 gráður í Nevadaeyðimörkinni en meðalhitinn var um 30 gráður. Við nutum lífsins í sólinni í Los Angeles í nokkra daga og flugum þaðan heim eftir vel heppnaða ferð.
Sniglafréttir apríl 2022









