...

Fyrir rúmum 10 árum fór Hjörtur L Jónsson  sem leiðsögumaður á mótorhjóli stóra hringinn í kring um landið  (þ.e stóra hringurinn, Vestfirðir eru hafðir með sem skemmtilegasti kaflinn í hringveginum). Í ferðinni var kona sem hafði litla reynslu af mótorhjólaakstri og átti Hjörtur von á að hún mundi gefast upp strax á öðrum degi, en þar hafði hann rangt fyrir sér því hún kláraði hringinn. Konan setti svo skemmtilegt myndband sem hún gerði um ferðina á youtube. Hennar sýn á ferðina kennir manni svolítið að það er allt hægt ef viljinn er nógu mikill.

Fengið af facebooksíðu Hjartar Líklegs

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.