Fyrir rúmum 10 árum fór Hjörtur L Jónsson  sem leiðsögumaður á mótorhjóli stóra hringinn í kring um landið  (þ.e stóra hringurinn, Vestfirðir eru hafðir með sem skemmtilegasti kaflinn í hringveginum). Í ferðinni var kona sem hafði litla reynslu af mótorhjólaakstri og átti Hjörtur von á að hún mundi gefast upp strax á öðrum degi, en þar hafði hann rangt fyrir sér því hún kláraði hringinn. Konan setti svo skemmtilegt myndband sem hún gerði um ferðina á youtube. Hennar sýn á ferðina kennir manni svolítið að það er allt hægt ef viljinn er nógu mikill.

Fengið af facebooksíðu Hjartar Líklegs