...

Allsérstætt bifhjólaslys

Hér með fylgir myndband af mótorhjólaslysi þar sem bifhjólamaður með kerru í eftirdragi gætir ekki að sér og ekur á lokunarslá og fellur í götuna er brúin sem hann var að fara yfir er að opnast fyrir skipaumferð.
Hjólið féll niður um gatið en það sem bjargaði því var að eftirvagninn stoppaði að hjólið féll í vatnið.

Veður var slæmt og kannski hefur skyggnið ekki verið upp á það besta hjá honum.
Ökumaðurinn slapp við skrekkinn en hjólið skemmdist talsvert .
Ökumaðurinn fékk þar að auki sekt fyrir óvarlega akstur.

Ef glöggt er skoða má sjá að ökumaðurinn missir hjálminn af sér í fallinu, sem bendir til þess að hann hafi ekki verið með hann spenntan á sig heldur.

Brúin var lokuð í talsverðan tíma meðan verið var að koma hjólinu af brúnni.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.