Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda.
Söfnunarsjóðir tryggingafélaganna belgjast út vegna oftekinna iðgjalda. Um síðustu áramót lágu félögin á 50 milljarða króna bótasjóði sem þau hafa safnað með ofurverðlagningu á iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja. Þennan sjóð ávaxta þau skattfrjálst.
Meira á visir.is