...
Það er alltaf að gaman að sjá hvað menn eru að dunda í bílskúrnum en í fyrravetur voru Hólmar Svansson (eigandi) og Gunnar Gunnarsson á Akureyri að smíða rafmagnshjól úr notuðu mótorhjóli.

Hér má sjá afraksturinn :

Suzuki GSXR 600 breytt í Suzuki GSXE rafhjól

Keypt var 2002 Suzuki GSXR til þess að nota í þetta verkefni

Það sem var notað úr hjólinu er eftirfarandi: Grind, framdemparar, framgjörð, bremsubúnaður að framan, stjórnbúnaður í stýri( fyrir ljós og flautu). Að aftan var notaður demparinn. Annað var ekki notað. Smíðaðar voru grindarfestingar undir rafgeymir, undir stjórnbúnað voru smíðaðar festingar undir bensíntankinum og var botninn tekinn úr honum til að fá nægjanlegt pláss auk þess sem búnaðurinn er vel varinn þar. Sætisfestingar/afturhluti (grind) voru smíðaðar upp á nýtt. Auk þess sem smíðað var nýtt rafkerfi í allt hjólið.

 

Rafhlaðan, controller, mótor og bremsubúnaður að aftan kemur frá Kellycontroller. Rafhlaðan er 72 volt 55ah, nominal power 200 amp peak power 500 amp. Mótorinn er kolalaus 6000w jafnstraumsmótor og er innbyggður í afturfelguna.

Ef við förum í smá reikning að þá er aflið í hjólinu eftirfarandi: P(KW) = I(A) x V(v) / 1000. Þá er nominal power mótors 14.4 KW X 1,36 samtals 19.584 hestöfl og peak power er þá 36 KW X 1,36 samtals 48,96 hestöfl. Og eru það afl út í hjól.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.