Bif­hjóla­sam­tök lýðveld­is­ins, Snigl­ar, héldu í dag sína ár­legu 1. maí hópkeyrslu þegar yfir 870 mótor­hjólakapp­ar tóku þátt í hópkeyrslu í góðvirðinu. Ekið var niður Njarðargötu, Sóleyjargötu framhjá tjörninni niður á Sæ­braut og svo upp Ártúns­brekku, lauk ferðinni við Bauhaus.

Þar var mat­ur fyr­ir hjól­ar­ana þar sem Vöfflu­vagn­inn og 2guys höfðu komið sér fyr­ir til að mótor­hjólakapp­arn­ir gætu gætt sér á ljúf­feng­um veit­ing­um.

Þar að auki bauð B.A.C.A uppá frítt kaffi og kakó.

Þor­gerður Fríða Guðmunds­dótt­ir, formaður Snigla, sagðist vera spennt fyr­ir sumr­inu og því loks geti mótor­hjóla­fólk tekið hjól­in út úr skúrn­um.
„Vet­ur­inn var erfiður og fáir dag­ar þar sem göt­urn­ar voru þurr­ar og hægt var að nota hjól­in þó svo að ein­hverj­ir hafi gert það í vet­ur.
Nú get­um við farið af stað og við vor­um hepp­in með veðrið í dag, “ sagði hún í sam­tali við www.tia.is

 

Hringfarinn leiddi keyrsluna

Hún seg­ir allskon­ar hjól­um hafa verið ekið í hópkeyrsl­unni en sjálf aki hún um á Suzuki Haya­busa. Ferðin í dag hófst kl 12:00 við Hallgrímskirkju og fremst­ur í flokki var Kristján Gíslason Hringfari.

Snigl­ar hafa í gegn­um tíðina verið virk­ir í umræðunni um um­ferðarör­yggi og hafa bar­ist fyr­ir ýms­um breyt­ing­um á um­ferðarlög­gjöf sem og slysa­vörn­um og for­vörn­um. Ferðin í ár var ekin til styrkt­ar Grens­ás­deild­ar og er tekið við frjáls­um fram­lög­um.

Safnaðist 680 þúsund að þessu sinni.

„Ég vil fá að skila þökk­um til Lög­regl­un­ar fyr­ir að hjálpa okk­ur við fram­kvæmd keyrsl­unn­ar. Einnig vil ég þakka reykja­vík­ur­borg fyr­ir lok­un gatna og vega­gerðinni fyr­ir að hafa brugðist hratt við og sópað göt­urn­ar fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Þor­gerður einnig.

www.tia.is