Það er spennandi MotoGP keppnistímabil að hefjast.
Tímabilið mun hefjast í Tælandi þann 28. febrúar nk. og lýkur í Valencia á Spáni þann 16. nóvember.
Alls eru áætlaðar 22 keppnir í 18 löndum.
Helstu ökumenn 2025
- Jorge Martín: Núverandi heimsmeistari. Eftir frábæra frammistöðu árið 2024 með Pramac Ducati þá er hann er talinn líklegur til að halda áfram góðum gengi.
- Francesco Bagnaia („Pecco“): Hefur tvisvar orðið heimsmeistari með Ducati Lenovo-liðinu. (2022) og (2023) Bagnaia er alltaf í toppbaráttunni.
- Marc Márquez: Eftir að hafa gengið til liðs við Ducati þá er möguleiki að hann eigi eftir að sína tennunarnar,Þessi margfaldi heimsmeistari hefur verið á batavegi eftir slæmt slys 2020 því á opnunarkeppni tímabilsins í Jerez Spáni lenti Márquez í alvarlegu slysi þar sem hann brotnaði ílla . Þetta slys krafðist aðgerðar og langrar endurhæfingar, sem varð til þess að hann missti af restinni af tímabilinu. en hann hefur verið í hægum bata en farinn að vinna eina og eina keppni.
- Fabio Quartararo: Þrátt fyrir áskoranir undanfarinna ára með Yamaha heldur Quartararo áfram að vera meðal bestu keppenda.
- Pedro Acosta: Þessi spennandi nýliði hjá Red Bull KTM Factory Racing er mjög efnilegur og mun án efa láta til sín taka á tímabilinu.
Nýjungar og breytingar
Á meðal áhugaverðra breytinga á 2025 dagskránni er endurkoma Brno-keppninnar í Tékklandi og ný keppni í Ungverjalandi á Balaton Park Circuit. Keppnir á Indlandi og í Kasakstan hafa hins vegar verið fjarlægðar úr dagskránni.
MotoGP hefur á undanförnum árum vaxið í vinsældum á Íslandi. Með síaukinni umfjöllun og aðgengi að útsendingum er von á enn meiri áhuga á 2025 tímabilinu.
Fyrir þá sem vilja upplifa keppnina í eigin persónu væri Bretlandskeppnin í Silverstone í 23-25 maí ein besta nálægasta keppnin fyrir Íslendinga. Það er einnig flogið frá Íslandi til Barcelona 5-7 september það eru alltaf fjörugar keppnir á spáni.
MotoGP 2025 verður án efa tímabil fullt af spennu og stórbrotnum kappakstri,
www.motogp.com