Theo­dóra Björk Heim­is­dótt­ir, sem er alltaf kölluð Tedda, er eng­in venju­leg amma. Hún er mik­il úti­vist­ar­mann­eskja og helsta áhuga­málið er hjóla­mennsk­an, en hún er líka á göngu­skíðum. Hún þeys­ist um á mótor­hjóli og tek­ur þátt í keppn­um bæði hér heima og er­lend­is.

„Ég var 39 ára þegar ég byrjaði í mótorcross og ástæðan var sú að maður­inn minn, Hauk­ur Þor­steins­son, byrjaði í þessu árið 2000 og varð al­veg for­fall­inn um leið. Ég var ekk­ert að fara í þetta, en á þess­um tíma vor­um við með tvö lít­il börn og mér fannst það ekk­ert ganga. Þegar börn­in voru orðin 10-12 ára keypti hann hjól handa krökk­un­um og lét mig ekki í friði. Það endaði með því að ég byrjaði og skráði mig í keppni á Ak­ur­eyri sem endaði með því að ég féll gjör­sam­lega fyr­ir þessu sporti. Ég er mik­il keppn­ismann­eskja, svo ég datt al­veg í gír­inn.“

Ögrandi braut­ir á fjöll­um

Tedda og Hauk­ur stofnuðu hjóla­versl­un­ina Nítró árið 2003 og við tók mik­ill hjóla­tími hjá fjöl­skyld­unni. „Á þess­um tíma erum við aðallega í mótorcrossi og keppt­um mikið á Íslandi. Síðan höf­um við líka verið að keppa í enduro og hard enduro, sem er svo­lítið mikið öðru­vísi. Í mótorcross­inu er maður að fara kannski 2ja km hring, þar sem er fullt af stökkpöll­um og beygj­um og þú sérð alltaf braut­ina fyr­ir fram­an þig. Enduro er miklu lengra, kannski 8-10 km, og þá er farið út í nátt­úr­una, oft upp í hlíðar í brekk­ur og yfir grjót. Síðan er hard enduro ennþá meira ögr­andi, en þar er verið að hjóla í mikl­um brekk­um, yfir drumba og stór­grjót og farið hæg­ar yfir og maður þarf að ná valdi á mik­illi tækni í þess­um braut­um. Það hafa verið haldn­ar tvær keppn­ir hérna heima í því, kallaðar Vík­inga Boló, og þá erum við al­veg 3-4 tíma að fara hring­inn og braut­irn­ar eru mjög erfiðar uppi í fjöll­um.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.
Morgunblaðið

Dóra Ósk Halldórsdóttir
28.2.2022

doraosk@mbl.is