– segir Gunnar Möller 

Þetta er enginn forngripur eins og margir halda, heldur er þetta árgerð 1989,“ segir Gunnar Möller, en hann ekur um götur Akureyrar á farartæki sem mörgum þykir nokkuð skondið.

Um er að ræða tveggja sæta mótorhjól með hliðarkörfu þannig að þrír geta verið á ferðinni í einu. Víst er farartækið nokkuð „fomaldarlegt“ og minnir á farartæki sem hermenn óku á í heimsstyrjöldinni síðari.

„Þetta er í rauninni BMW hjól en rússamir munu víst hafa komist yfir verksmiðjurnar sem framleiddu það í stríðinu,“ segir Gunnar.

Farartækið heitir DNEPR og mun eitt annað slíkt vera til hér á landi, og Gunnar sagðist halda að það væri hluti af innréttingu á skemmtistanum Berlín í Reykjavík.

„Ég keypti þetta í hittifyrra, lét bíl upp í en kaupverðið var 200 þúsund krónur og þar sem ég á ekki bíl þá er þetta fjölskyldufarartækið fyrir mig, konuna mína og barnið okkar.
Jú, ég neita því ekki að hjólið vekur nokkra athygli enda óvenjulegt.“

Gunnar segir að uppgefinn hámarkshraði hjólsins sé 70 km en hann hafi þó komið því aðeins hraðar niður í móti. „Þetta er hinsvegar ekki hentugt farartæki til ferðalaga fyrir það hversu kraftlítið það er og svo er auðvitað ekkert pláss fyrir farangur.“

Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: 
12.6.1991