Nú á dögunum hófu ToyRun Iceland sína árlegu hringferð um landið að selja Toyrun merkið til styrktar Píeta samtökunum.

Píetasamtökinn berjast ötulega að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfskaða hverskonar og má nefna að síminn þeirra er opinn allan sólahringin S: 552 2218 og á vef þeirra www.pieta.is eru styrktarupplýsingar sem vert er að skoða.

ToyRun hafa undanfarinn fjögur ár styrkt Píeta með merkjasölu sinni á hringferðum um landið á mótorhjólum. Merkið í ár er hvítt en hvert ár hefur sér lit. Nú býðst að kaupa gjafaöskju með öllum merkjunum þeirra en hægt er að panta slíka öskju í síma 895 3774

Þann 9. júlí mættu 10 mótorhjól að Bessastöðum þar sem verndari Píeta samtakana Elísa Reid fossetafrú lagði blessun sína á hringferð Toyrun hópssins. Guðni Forseti fékk líka að vera með.

Þaðan lá leiðinn austur með viðkomu í þéttbýliskjörnum á leiðinni og selja merkin sem gekk vonum framar og allstaðar sem komið var, var viðmótið bros og hlýleiki.

Gist var á Smyrlabjörgum. Hver staður á fætur öðrum var nú heimsóttur og segja myndir meira en mörg orð.
Á Fáskrúðsfirði bauð Fjarðabyggð okkur í mat, þriggjarétta veisla og bæjastjórinn sjálfur mætti og heilsaði upp á okkur.

Þegar komið var á Akureyri var farið í Grófina þar sem Pieta tók á móti mannskapnum með pönnuköku og pylsuveislu. Kíkt var svo á nýja starfstöð Píeta á Akureyri

Svo var haldið í Sveinbjarnargerði þar sem var gist.

Sunnudagurinn 12.07 fékk gjaldkeri ToyRun símtal þar sem stjórnarmaður Tíunar bað þá um að hitta sig við Mótorhjólasafn Íslands.

Við mótorhjólasafnið tóku tveir stjórnarmenn úr Tíunni við þeim og styrkti klúbburinn Tían, ToyRun og Pieta samtökin með 50.000kr gjöf.