Það er von að þú spyrjir en Tunglhjól er hið eina sanna einhjól mótorhjólanna.

Alltaf þegar við finnum upp nýjan samgöngumáta leitumst við, við að finna út hve hratt við getum komist og hvað mörg kg getum við troðið í eða á draslið.

Núverandi heimsmeistarinn (Guinness World Record) í hraðakstri Tunglhjóla er Mark Foster. Hraði Foster var 117,34km og setti hann metið 2019.
Skrítna er að engum hefur tekist að komast með tærnar þar sem Foster hefur hælana. (Ekki það ég veit ekki hvort að keyra um á svona hring á yfir 100km sé gáfulegt)

Græjan sem Foster ók og ekur um á tók 15 mánuði að smíða og 9 mánuði í viðbót fóru í undirbúning fyrir heimsmetið.