Aðalfundur Tíunnar 2021 var haldinn 25.september kl 14:00

 

Tekin voru fyrir 2 ár að þessu sinni  2019 og 2020 því enginn var fundurinn í fyrra vegna covid.

Kosinn var fundarstjóri Anna Guðný Egilsdóttir og Ritari Víðir Már Hermannsson

Samþykkti Fundurinn samhljóma að fara strax í gegnum 2019,  og þar sem ekki þurfti neitt stjórnarkjör þá gekk það hratt fyrir sig.

Sigríður formaður kom með skýrslu stjórnar og strax á eftir voru lagðir fram reikningar frá Trausta gjaldkera.
Þeir svo lagðir fram til Samþykktar og samþykkt samhljóða.

 

Svo var tekinn fyrir Aðalfundur 2020

Sigríður Dagný kynnti skýrslu Stjórnar.
Þar kom meðal annars fram að fjölgað hefur í klúbbnum um nokkra tugi meðlima.

Voru reikningar lagðir til samþykktar og voru samþykktir af fundinum samhljóma.

Ein athugasemd kom frá Sally varðandi að hún óskaði samt eftir betri sundurliðun á árseikning varðandi hvað verður um innkomun, og mun Gjaldkeri skoða það frekar.

Engar lagabreytingar bárust.

Kosing Formanns
Aðeins einn bauð sig fram sem Formaður Víðir Már Hermannsson og var hann því sjálfkjörinn.

Kostning Stjórnar
Sigríður Dagný Þrastardóttir og Jóhann F Jónsson hætta í stjórn.

Framboð:
Valur Smári  Þórðasson var kosinn inn í stjórn samhljóma en hann hafði reyndar bauð sig fram í fyrra og var tekinn inn sem varamaður.
Svanhvít Pétursdóttir var kosinn inn samhljóma.
Elvar Steinn Ævarsson var kosinn inn samhljóma.

Skoðunarmenn Reikninga kosnir Biggi Mökkur og Sigríður Dagný

Önnur Mál:
Spurt um hvort það væri ekki sniðugt að setja upp merki mótorhjólasafnsins sitthvorumegin við Akureyri til að auglýsa safnið.
Stjórn mun skoða það hvort það getur gengið í samstarfi með stjórn mótorhjólsafns,   og að fá leyfi til að gera það hjá Landeigendum

Fundi slitið.

Fundargerð aðalfundar