Verið að búa sig undir brottför á Olís á Akureyri.

Í gær laugardaginn 24 apríl var afbragðsgott hjólaveður norðanlands.  Hitastigið hoppaði vel yfir 12 stigin og fór jafnvel í 15 á köflum og það var logn.

Og hvað gerist þá! Nú auðvitað að fara út að hjóla. 

Mæting við Olís á Akureyri var um kl 13:00 en menn voru enn að drattast að kl 14:00 og loks höfðum við okkur af stað. Átta hjól austur fyrir heiði , á Goðafoss, Mývatn ,yfir Kísilveginn, til Húsavíkur þar sem var fengið sér næring á veitingastaðnum Sölku.
Á Húsavík stóð greinilega mikið til þar voru heimamenn að deyja úr spenningi yfir Óskarsverðlaunaafhendingunni, og langaði mikið að vinna til verðlauna fyrir kvikmyndin hans Will Ferrel „Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga“   Sem gerist að mestu á Húsavík.
Við fengum að snæða með skilyrðum á veitingastaðnum því það var allt upp-pantað eftir vissan tíma og við ættum að vera búinn þá.

Við forðuðum okkur að sjáfsögðu strax eftir máltíðina því ekki vildum við lenda í Húsvískum ribböldum sem enn lifðu í sveitaballaminningum um Ídalaböll og slagsmál.  😉

Eftir snæðinginn var brunað heim á leið en þá var allur vindur úr Friðrik á busunni í bókstaflegri merkingu, afturdekkið vindlaust og komið gat. Friðrik var vel undir búinn með pumpu og tappasett og gerði við dekkið en það var víst skammgóður vermir því jú dekkið var orðið ansi lúið og það var bara ekki nægur sóli eftir í því til að halda tappanum og því komst hann ekki nema c.a. 5 km eftir viðgerðina og varð að skilja hjólið eftir og gera aðrar ráðstafanir til að ná í það.

Þurfti því stolti busumaðurinn að bjóta odd af oflæti sínu og setjast aftan á hippa eða aparólu er Trausti Friðriks ók.   Friðrik var manna fegnastur að stíga af því apparati er kom til Akureyrar 🙂 og sagði “ Nú veit ég hvernig er að sitja á loftpressu“.

Farið var strax í að redda bíl og kerru og sækja hjólið og verður komið nýtt dekk undir það eftir helgi,  því það á að fara suður í 1.mai hópkeyrslu næst.

 Takk fyrir Snildar dag.