Gömul grein og myndband síðan 2007 um bræðurna sem fóru fyrstir íslendinga umhverfis jörðina á mótorhjólum.   Þess má geta að mótorhjólin þeirra eru á Mótorhjólasafninu á Akureyri.
_____________________________________________________________________

Ævin­týra­menn­irn­ir og vél­hjóla­bræðurn­ir Ein­ar og Sverr­ir Þor­steins­syn­ir fengu góðar mót­tök­ur er þeir sneru heim til Íslands í dag eft­ir þriggja mánaða út­legð. Hnatt­ferð þeirra bræðra á vél­hjól­um er nú að baki sem og rúm­ir 32.000 km, en þeir Ein­ar og Sverr­ir eru fyrst­ir Íslend­inga til þess að ljúka lang­ferð sem þess­ari.

Þeir voru þreytt­ir, skít­ug­ir og fúlskeggjaðir þegar vin­ir og vanda­menn tóku á móti þeim við versl­un MotorMax þar sem þeir lögðu form­lega af stað fyr­ir þrem­ur mánuðum.

Ein­ar og Sverr­ir segja það vera ólýs­an­lega til­finn­ingu að vera komn­ir aft­ur heim til Íslands. Þá sögðust þeir vera hálf orðlaus­ir yfir þeim mót­tök­um sem þeir fengu við heim­kom­una.

Þegar þeir bræður voru spurðir út í það hvað stæði upp úr eft­ir lang­ferð sem þessa sagði Sverr­ir það vera Mong­ól­íu. „Það stend­ur upp úr sem virki­legt æv­in­týri,“ sagði hann. Hvað varðar sam­búð þeirra bræðra á þessu tíma­bili segja þeir hana hafa verið góða. Þegar á hafi reynt hafi þeir staðið sam­an sem einn maður.

„Við töluðum bara ís­lensku, ensku, inn­lensku eða út­lensku. Tungu­mál­in voru ekki vanda­mál. Auðvitað var erfitt á köfl­um að geta ekki spjallað við fólk, okk­ur langaði mikið til að spjalla. En við lent­um hvergi í þeirri stöðu að tungu­málið skapaði mik­il vanda­mál,“ sagði Ein­ar spurður út í það hvort ólík tungu­mál í lönd­um 13 sem þeir heim­sóttu hafi verið nokk­ur hindr­un.

Skila­boð þeirra Ein­ars og Sverr­is til þeirra sem eru að láta sig dreyma um æv­in­týra­ferð á borð við þeirra eru ein­föld. „Bara láta verða af þessu. Hvað sem það er.“

MBL 2007