Um kl 18 á sunnudag varð slys í vestanverðum Hrútafirði skammt frá bænum Borgir þar sem tveim vélhjólamönnum hlekktist á og féllu í götuna.  
Voru mennirnir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur með þyrlu landhelgisgæslunnar og er líðan þeirra eftir atvikum.

Aðstæður  voru ekki góðar í Hrútfirðinum,    nokkuð mikill vindur og blautur malarvegur.

Uppfært:
Menninnir hlutu báðir beinbrot en eru á batavegi.