Komið þið sæl.
Ég heiti Valur Smári Þórðarson og er 46 ára.
Ég vinn við greiðslumiðlun og er sérfræðingur í netgreiðslulausnum og veffærslum.
Ég er menntaður Linux kerfisfræðingur og er einnig með Windowsgráðuna MCSA ásamt grafískri miðlun og ýmiskonar námskeiða hér og hvar.
Ég hef verið viðriðin mótorhjól hér á landi síðastliðin 5 ár eða frá því að ég flutti aftur til landsins.
Félagsmál og bara að því að hafa gaman af lífinu hefur auðvitað verið áhugamál frá blautu barnsbeini og ég sé oftast ekki mikið af vandamálum heldur sé ég gríðarleg tækifæri í hinum og þessum aðstæðum eða lausnir á hinum og þessum vandamálum.
Ég hef þannig hugarfar að ég tapa ALDREI heldur vinn ég eða læri 😉
Ég bíð mig fram í stjórn Tíunnar.

Góðar stundir 🙂

 

Happdrætti Tíunnar