Hin árlega hópkeyrsla Snigla verður 1.maí kl 12.30 í Reykjavík
Laugavegur opnar 11.45, athugið vegna sóttvarna opnar ekki fyrr en 45 mínútum fyrir áætlaða brottför
Hjól safnast saman niður allan Laugaveg, en vegna sóttvarna er fólk vinsamlegast beðið um að vera hjá sínu hjóli, vera með grímu ef það tekur niður hjálm og gæta þess að einungis 50 manns séu í hverjum hóp. Fólk á vegum Snigla mun ganga um Laugaveg og telja í hópum svo fyllsta öryggis sé gætt.
Keyrslan leggur af stað 12.30 og verður hjólað eftir stofnbrautum upp að Bauhaus, en þar gilda sömu reglur. Ekki mega fleiri en 50 vera saman í hóp og ekki má blandast á milli hópa, grímuskylda og 2ja metra regla skal ávallt höfð í fyrirrúmi.
Sniglar fengu leyfi með þessum skilyrðum og þar sem við erum öll til fyrirmyndar verður þetta lítið mál
Pössum okkur og aðra, stöndum saman og fögnum vorinu
Óskum eftir aðstoðarfólki, meðal annars í umferðarstjórn
Hafið samband í gegnum e-mail; Stjorn@sniglar.is
www.sniglar.is