Fyrsta alvöru Götuhjólareynslan!.
Árið er 1992 ég er núbúinn að eyða öllum mínu aurum í 4 ára gamalt mótorhjól af gerðinni Honda VFR750F 1988, Verslaði það af Hirti nokkrum Líklegum og lét hann hafa Endúróhjólið mitt í milligjöf og einhvern aur. Nú skyldi prófa að keyra götuhjól!
Nýjan Svartann Jaguar leðurgalla keypti ég, en gamli Lazer hjálmurinn af pyttaranum var notaður áfram. Ný leðurstígvél með stáltá komu sér ágætlega þegar grjótin spíttust í mann á malarvegunum. Hjólið var gott,,,þ.e. Snilldar hjól þess tíma og ég átti í engum vandræðum með að bruna á því frá Reykjavik til Bakkafjarðar. Þar sem ég bjó á þessum tíma.
Það var ekkert Google maps né google þá….Hafði ég mælt mér mót við Ingó á Akureyri en hann var í Landsmótsnefnd og ætluðum við að vera samferða á mótið.
Lögðum við félagar af stað frá Akureyri eftir að hafa fylltá tankana á ESSO stöðinni og lagfært loftþrýstinginn í dekkjunum. Ókum við sem leið lá vestur á land, stoppuðum reyndar reglulega til að lagfæra teyjurnar á farangrinum en hann átti til að færast til á þeim hraða sem við vorum á , en það var bara hluti að ferðalaginu.
Svo eftir Staðarskála byrjar ævintýrið fyrir alvöru. Nýbúnir að fylla tankana, beygðum við norður strandirnar og ók Ingólfur nokkuð greitt eins og hans var von og vísa, og reyndi ég að halda í við hann,, en svo komum við inn á mölina skammt frá Borðeyri og upp þyrlaðist mikill rykmökkur eftir Ingólf , svo mikill að ég sló af því ég sá ekki neitt… einbreið brú birtist svo í rykmekkinum og kröpp beyja strax á eftir ,svo kröpp að ég rétt náði henni,,,rykmökkurinn hvarf allt í einu og er ég lít til hliðar sé ég undarlega veru standa talsvert langt út í móum. Var þar Ingólfur eftir talsvert mikla byltu en hann átti víst engann möguleika á að ná beyjunni eftir brúnna og flaug CBR ið beint út í skurð og endasendist eftir skurðinum talsverða vegalengd meðan Ingó flaug yfir skurðinn og rúllaði út í móa.
Ég stoppaði hjólið og hljóp til Ingós til að athuga með hann en hann var furðu hress miðað við byltuna. Næst fórum við að kanna ástandið á Matthildi…. en þetta hjól fékk síðar það viðurnefni vegna lakkáferðar sem það bar en hjólið og eigandinn áttu síðar eftir að landa mörgum titlum í spyrnukeppnum á Íslandi.
Þá mundum við eftir því BRENNIVÍNIÐ! Það var í tanktöskunni hjá Ingó. Við hlupum að töskunum sem lágu þarna út í móanum og guð sé lof ekkert brotnaði.
Við vorum algerlega með forgangsröðina á hreinu !
En í stuttu máli þá var hjólið algerlega óökuhæft brotin panna og vatnskassi ásamt fleira.. Síðar kom lögreglan á staðinn og tók skýrslu og kom svo einhver bóndi á vinnuvél og hífði Matthildi upp úr skurðinum og flutti hana til Borðeyrar í geymslu.
Ingó bar sig nokkuð vel og vildi að við héldum áfram för,,,,, og hvað gerðum við… við tókum farangurinn hans Ingós sem var semsagt annað tjald, annar svefnpoki, vínbirgðirnar hans tanktöskum, og við bættum því á hjólið mitt.
Tanktöskurnar mínar voru renndar saman og voru fyrir framan mig sem olli því að gat ekki séð mælaborðið á hjólinu og stæðan svo há að hakan á mér var ofan á henni, en við komum þessu einhvernveginn fyrir og Ingó aftan á og við brunuðum norður strandirnar til Hólmavíkur. Þar var tankað fyrir lokalegg leiðarinnar framhjá Drangsnesi til Djúpuvíkur og svo norður í Trékyllisvík.
Fyrir þá sem ekki hafa farið þessa leið þá er hægt að fullyrða að slóði sé rétta nafnið á veginum þarna, stórgrýti stóð upp úr veginum allstaðar sem þurfti að krækja fyrir og óbrúaðir lækir sem þufti að fara yfir ,og svo gríðarleg lausamöl, þar sem hjólið bókstaflega flaut á henni, sem hefði verið ágætis raun á götuhjóli sem ekki var OFHLAÐIÐ.
En einhvern vegin hafðist þetta og í þessari ferð fékk ég eldskírn í malarvegaakstri og hef ekki óttast þá síðan.
Djúpavík er einfaldlega ógleymanlegur staður, við stoppuðum þar og hvíldum okkur en staðurinn er kyngimagnaður.
Síldarverksmiðjan sem fór úr notkun þegar síldin hvarf er ótrúlega stór og landslagið og kyrrðin þarna mögnuð. Hótelið er mjög fínt og gisti ég þar í bakaleiðinni þar sem heilsan eftir Landsmótið var með verstamóti :).
Héldum áfram og komumst á Landsmótstaðinn í Trékyllisvík sem er í Norðurfirði á Ströndum. Reyndar var þetta ekki orðið Landsmót þvi við vorum fyrstir á staðinn.
Hittum staðarhaldarann sem var eldhress, vísaði okkur á tjaldstæðið og vísaði okkur veginn á næsta sundstað sem var í þorpsvísi í tíumínutna akstur norðar.
Sundlaugin var alveg niður í fjöru og var dásamlegt að hreinsa af sér ferðarykið, þó reyndar að maður hafi farið aftur í sama gallann:).
Aftur á Tjaldstæðið teknar nokkra hressandi blöndur og lagt sig.
Daginn eftir byrjuðum við svo undirbúning Landsmóts ,,,þ.e undirbúa brennu með aðstoð bóndans á Finnbogastöðum, sem var svona næstum Gísli á uppsölum en þó vel skiljanlegur dugnaðarforkur og reddaði rekaviðnum eins og skot upp úr fjörunni á eldinn.
Ekkert bólaði af restinni af landsmótsnefndinni fyrr en seint um kvöldið, en HjólaVala sem var í nefndinni ,viltist og fór langleiðina á Ísafjörð áður en þau áttuðu sig á því að þau voru á rangri leið.
Mig minnir reyndar að hún hafi komið mjög seint á Landsmót eða á aðfaranótt laugardags 🙂
,, en það er önnur saga.
Veðrið allt mótið var æðislegt. og allir höfðu ferðasögur að segja því ferðalagið á mótið var náttúrulega einstakt út af fyrir sig.
Síðan eru liðin nokkur ár… og ég enn að græja Landsmót:) 2018
ps. Ég er ekki frá því að packdósirnar á Framdempurunum hafi báðar verið sprungnar eftir ferðina …..
Kv Víðir #527