...

Í morgun var Pokerrun Tíunnar.  
Frábær mæting var og veðrið eins og best verður á kosið sól og hiti.

Alls skráðu sig 17 manns í pókerrun að þessu sinni á 16 hjólum. Svo potturinn var ansi hár eða 51000kr fyrir sigurvegarann.
Spil var dregið strax eftir skráninguna, og svo ekið var af stað upp úr 11 í morgun og var förinni heitið í Dalakofann í Reykjadal,   Þar snæddu flestir Hádegisverð og drógum við spil. Því næst var ekið sem leið lá að Dettifossi og tekin þar smókpása og dregið spil.  Ásbyrgi var næst á dagskrá og þar dregið spil,  og þaðan var farið til Húsavíkur og þar drógu allir sitt síðasta spil.  Úrslitin í pókerrun voru samt ekki kunngjörð fyrr en á Ráðhústorgi á Akureyri en Ari Karls hreppti Pottinn og bikarinn í ár.
Til hamingju

Bílanaust gaf svo önnur og þriðju verðlaun, en það voru hreinsivörur fyrir hjólin.
Kæra þakkir fyrir það.

Flottur dagur og frábært ferð Takk allir.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.