Eft­ir langt hlé eru Ducati-mótor­hjól aft­ur fá­an­leg á Íslandi og fyr­ir skemmstu voru fyrstu fjög­ur hjól­in, ný­kom­in til lands­ins, tek­in úr köss­un­um hjá Ital­is við Álf­hellu 4 í Hafnar­f­irði.

Að inn­flutn­ingn­um standa þeir Unn­ar Már Magnús­son og Björg­vin Unn­ar Ólafs­son, og óhætt að segja að það hafi kætt ís­lenska mótor­hjó­launn­end­ur þegar það kvisaðist út að þessi ít­ölsku eðal­hjól skyldu hafa eign­ast nýj­an sam­astað.

Ef­laust muna marg­ir les­end­ur að Ducati-hjól voru seld á Íslandi á fyrsta ára­tug þess­ar­ar ald­ar. Í byrj­un var það fyr­ir­tækið Dæl­ur sem hreppti umboðið, sem svo færðist yfir til Ptt ehf. sem seldi hjól­in fram til 2006. Þá fór umboðið til bílaum­boðsins Sögu sem söng sitt síðasta í banka­hrun­inu. Með þraut­seigju tókst að tryggja að ís­lensk­ir eig­end­ur Ducati-mótor­hjóla hefðu aðgang að vara­hlut­um eft­ir lok­un Sögu, en öll plön um að opna nýtt Ducati-umboð strönduðu á því að kröf­ur ít­alska fram­leiðand­ans um um­gjörð og aðbúnað hentuðu illa smá­um markaði eins og þeim ís­lenska.

Örlög­in höguðu því þannig að fjöl­skylda Unn­ars eignaðist hluta af þrota­búi Sögu, og með því öll gögn tengd viðskipt­um Ducati á Íslandi auk ým­iss kon­ar tækja­búnaðar eins og bilana­grein­inga­tölvu. Upp úr því hóf­ust viðræður við Ducati að nýju og tókst á end­an­um að fá und­anþágu frá ýtr­ustu kröf­um Ítal­anna. Skemmdi ekki fyr­ir að Unn­ar og Björg­vin eru mikl­ir reynslu­bolt­ar með langa sögu í mótor­hjóla­sporti, og hef­ur Unn­ar Már um ára­bil flutt inn mótor­hjól frá Aprilia.

Bein­tengd við göt­una

Að margra mati ber Ducati höfuð og herðar yfir aðra mótor­hjóla­fram­leiðend­ur enda fyr­ir­tækið þekkt fyr­ir að smíða ein­stak­lega fal­leg, kraft­mik­il og vönduð mótor­hjól. „Eng­inn fram­leiðandi stát­ar af sömu vel­gengni og Ducati í keppn­um á fjölda­fram­leidd­um mótor­hjól­um, og fyr­ir­tækið er m.a. þekkt fyr­ir hug­vit­sam­lega vél­ar­hönn­un þar sem þannig er búið um ventl­ana að arm­ur bæði opn­ar þá og lok­ar svo að vél­in geng­ur af meiri ná­kvæmni og ræður bet­ur við háan snún­ing,“ út­skýr­ir Unn­ar. „Þá vel­ur Ducati bestu fá­an­legu parta í hjól­in sín og not­ar t.d. fjöðrun frá Öhlins og bremsu­búnað frá Brem­bo svo öku­menn finna yf­ir­leitt greini­leg­an mun þegar þeir t.d. grípa í brems­una.“

Akst­urs­upp­lif­un­in er þannig að öku­menn tala um að á Ducati séu þeir bein­tengd­ir við göt­una, og svör­un­in sem öku­tækið veit­ir þykir ekki eins og hjá öðrum hjól­um. „Svo held ég að það und­ir­striki vel hvað mótor­hjól­in frá Ducati eru fal­lega hönnuð að þau eru oft­ast ein­lit og þurfa ekk­ert frek­ara skraut, en aðrir fram­leiðend­ur mála alls kyns stríp­ur og mynstur á sín hjól til að gera þau flott­ari.“

Ducati smíðar breiða línu mótor­hjóla, sem spann­ar allt frá lang­ferðahjól­inu Multistrada yfir í kapp­akst­urs­braut­ar­hjólið Super­leggera og götu­hjólið Scrambler. Ný­lega bætt­ist meira að segja við Ducati-raf­magns­reiðhjól sem fram­leitt er í þrem­ur út­færsl­um. Unn­ar seg­ir að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafi valdið tölu­verðri rösk­un á starf­semi verk­smiðju Ducati á Ítal­íu en þar er fram­leiðsla núna að kom­ast aft­ur í eðli­legt horf svo að fram­boðið á nýj­um hjól­um ætti fljót­lega að verða í sam­ræmi við eft­ir­spurn. „Á meðan ít­alska verk­smiðjan er að taka við sér get­um við nýtt okk­ur lag­er syst­ur­um­boðs okk­ar í Dan­mörku en þar eru flest ef ekki öll ný hjól fá­an­leg og geta verið kom­in til lands­ins á um tveim­ur vik­um,“ út­skýr­ir Unn­ar.

Mikið í hjól­in lagt

Ducati-mótor­hjól­in eru alls ekki þau ódýr­ustu á markaðinum og seg­ir Unn­ar að þau allra dýr­ustu og fá­gæt­ustu séu varla nema á færi þeirra sem þurfa ekki að hefa nein­ar áhyggj­ur af pen­ing­um. „Scrambler-lín­an, sem bætt­ist við árið 2015, var m.a. hugsuð til þess að gera fleir­um mögu­legt að eign­ast gott Ducati-hjól, enda ódýr­ari far­ar­tæki og erum við t.d. með nýj­an Scrambler til sölu á um 1,9 millj­ón­ir króna. Þá höf­um við Mon­ster í boði á 2,7 millj­ón­ir, XDia­vel á um 5 millj­ón­ir og 214 hestafla Panigale V4S mótor­hjól á u.þ.b. 6 millj­ón­ir króna.“

Unn­ar bend­ir á að þó mótor­hjól­in kosti sitt þá þykja mótor­hjól­in pen­ing­anna virði enda er mikið í þau lagt. „Japönsku hjól­in eru oft notuð til sam­an­b­urðar og eru ódýr­ari í grunnút­gáf­um sín­um, en japönsku fram­leiðend­urn­ir smíða stund­um sér­út­gáf­ur þar sem þeir t.d. nota hágæða íhluti frá sömu fram­leiðend­um og Ducati og ger­ist þá oft­ar en ekki að verðmun­ur­inn hverf­ur.“

En hvað með fjár­mögn­un og trygg­ing­ar á þess­um ít­ölsku drauma­hjól­um? Unn­ar seg­ir ís­lenska trygg­inga­markaðinn mjög fjöl­breytt­an og að iðgjöld­in virðist aðallega ráðast af því hve marg­ar aðrar trygg­ing­ar fólk er með hjá sínu fé­lagi, frek­ar en að þær ráðist af verði eða gerð hjóls­ins. „Við höf­um rætt við lána­fyr­ir­tæk­in og má bú­ast við að þau meti hverja um­sókn fyr­ir sig, bæði með til­liti til sögu viðskipta­vin­ar­ins og hvers kon­ar hjól hann ætl­ar að fá sér. Því er ekki að neita að það er ákveðið frost í lána­kerf­inu í augna­blik­inu en þó hægt að reikna með láni fyr­ir allt að 75% kaup­verðs, dreift á allt að fimm ár.“

MBL 27.05.2020
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is