Guðmundur Bjarnason  er mikil áhugamaður um bæði bíla og mótorhjól og er hann búinn að fara víða um heiminn á mótorhjóli og þar að auki umhverfis jörðina á Mótorhjóli.

Tíuvefurinn er til dæms með ferðasögur sem hann hefur farið í áður, en okkur vantar reyndar ferðasöguna þegar hann fór umhverfis jörðina,   Ferðin til Úkraínu 2013 og   Ferðin um USA 2001  

En þessa dagana eða réttara sagt síðan í byrjun desember hefur Guðmundur verið á ferðinni á mótorhjóli í suður Ameríku og stendur ferðin enn yfir.    Hjólið sem Guðmundur notar í þessari ferð er af gerðinni AJP  650cc sem er Portúgölsk mótorhjól í Adventure og endúro flokki og hefur það reynst vel það sem af er.

Ferðina hóf hann með flugi til Madrid og svo flug til hafnarborgarinnar Vapariso í Síle.  Hann var samt búinn að koma hjólinu sínu áður í flutning með skipi frá Íslandi til Evrópu og þaðan til Síle og er búinn að vera að keyra í suðurátt og yfir í Argentínu,  gegnum Patagóníu og farið eins langt suður og hann hefur getað farið.

Rétt fyrir áramótin var Guðmundur  í bænum Ushuaia en sunnar verður ekki farið eftir vegi en þar búa um 90þúsund manns.

Eftir áramótin hefur hann stefnt í norðurátt og er gaman að fylgjast með ferð hans á heimasíðunni hjá honum.  Vonandi skrifar hann svo ferðasögu handa okkur þegar ferðinni er lokið 🙂 .

Gangi þér allvega sem allra best í ferðinni Guðmundur Bjarnason og gleðilegt ár.