3.maí 2020 var afdrifaríkur dagur fyrir Daníel Guðmundsson fasteignasala.

Daníel sem er búsetur inn í Eyjafirði var á leið til fundar við aðra mótorhjólamenn á Akureyri til að fara í stutta mótorhjólaferð er hann lenti í alvarlegu umferðaslysi á Eyjafjarðarvegi.

Ók sendiferðabíll í veg fyrir hann á þjóðveginum með þeim afleiðingum að Daníel ók utan í bifreiðina og endasentist útfyrir veg og slasaðist mikið.

Vefstjóri Tíunnar talaði við Daníel stuttu eftir slysið og fékk að vita hversu alvarlegt þetta slys var fyrir hann.

„Já ég slasaðist ansi illa. Bakbrotnaði og eru fimm hryggjaliðir saman sprengdir. Flest rifbein vinstramegin brotnuðu skildist mér, vinstri hendin fór ansi illa og er spengd saman og skrúfuð. Missti stórutá á vinstra fæti hinar ekki alveg komnar úr hættu en ef ekki kemur ígerð í þetta ætti þær að sleppa auk þess brotnaði ristin“.“
Athugið að Daníel var mjög vel gallaður þegar hann lenti í slysinu.“

Aðspurður sagði hann þó að lokum að hann stefndi ótrauður að því að fara að hjóla aftur þrátt fyrir slysið.

Við tók mikil endurhæfing,  útséð var að stóratáin var farin og hinar tærnar voru í hættu en þeim tókst að bjarga sem betur fer.
En núna eftir árs endurhæfingu m.a. á Kristnesi þá er Daníel búinn að festa sér kaup á öðru mótorhjóli í stað gamla hjólsins sem eyðilagðist í slysinu.
Vegna meiðslana þá þurfti hjólið að vera sérútbúið að því leyti að á því er rafskiptir sem sér um gírskiptingar því það er ekki þægilegt að skipa um gír þegar táin er farin.

Aftur á Götuna ári síðar.
Nú ári frá slysinu fór Daníel aftur að hjóla.  Hann ók meðal annars aftur á slystaðinn og tók nokkrar myndir.

Daníel fær mína fulla virðingu fyrir að standa upp aftur, og gefast ekki upp þó móti blási og setjast í hnakkinn aftur það myndi margur ekki gera.

Við eigum pottþétt eftir að sjá Daníel á hjólinu hér norðanlands í sumar..  Gangi þér vel á nýja hjólinu.

Víðir#527
Fyrir tían.is