Aðalfundur Tíunnar 15. október 2022.

Haldinn á Mótorhjólasafni Íslands.

Kosinn fundarstjóri, Valur Smári Þórðarson, setti fundinn. Ritari var Svanhvít Pétursdóttir.

          Skýrsla formans fyrir 2021.
Víðir Már Hermannsson formaður las upp skýrsluna.

          Reikningar.
Valur lagði fram reikninga ársins 2021 og greindi frá þeim. Ein athugasemd var gerð þar sem sett var út á að ársreikningurinn væri takmarkaðir og óskað var eftir því að sundurliðun yrði ítarlegri næst. Það var tekið til greina. Reikningar að öðru leiti samþykktir með lófataki.

          Kosningar í stjórn.
Sigurvin Samuelsson,
 Elvar Steinn Ævarsson  og Trausti S. Friðriksson fóru úr stjórn. Aðeins þrjú framboð bárust og voru frambjóðendur því sjálfkjörin. Það var samþykkt með lófataki. Nýkjörnir stjórnarmenn eru Anton Steinarsson, Anna Guðný Egilsdóttir og Óskar Björn Guðmundsson.
Viðir gaf áfram kost á sér sem formaður og var hann kosinn áfram.

          Engar tillögur um lagabreytingar bárust.

          Skipun skoðunarmanns reikninga.
Svandís Steingrímsdóttir (Sallý) og Ari Karlsson buðu sig fram og var það samþykkt.

          Önnur mál.
Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir (Begga) greindi frá kynnum sínum við mótorhjólaklúbb að nafni Wima sem er áhugamannaklúbbur fyrir konur. Stefnir hún á að stofna Wima á Íslandi og greindi frá því að boðað verði til stofnfundar á næstu misserum.

Valur greindi frá hugmynd að fá einhvern aðila úr Tíunni til að vera tengiliður eða milliliður við Mótorhjólasafnið til að bæta samskipti þar á milli. Í kjölfarinu var ákveðið að Begga færi í það mál.

Rætt  var um framkvæmdir í húsnæðinu bæði fyrir Tíuna og safnið og hvað þurfi til að fjármagna þær og koma öllu í stand. Allskyns hugmyndir komu upp þar á meðal að stofna til söfnunar á Karolina fund fyrir lyftunni.

áningar og skýrslur frá safninu oVíðir spurði Beggu hvað sé því til fyrirstöðu að Mótorhjólasafnið kæmist í Safnaráð. Svar við því var að það skorti skrg það vanti manneskju í þá vinnu sem felst í því.

Rætt var um að gera landsmótsmerkin að meiri söluvöru fyrir safnið. Það var tekið vel í það.

Spurt var að því hvort það væri hefðin að Tían fjármagni hluta af landsmótinu. Svarið var neikvætt og að það hefði verið valfrjálst.

Fyrir hönd Safnsins þakkaði Begga fyrir styrki frá Tíunni.

 

Fundi slitið.

Svanhvít Pétursdóttir, ritari Tíunnar.

Hér má sækja ársreikningin á pdf formi.

Hér má sækja fundargerðina á pdf formi.