Stjórn Tíunnar ákvað að halda Aðalfund Tíunnar 27.mars nk. Þar sem ekki var hægt að gera það í október. Allir greiddir Tíumeðlimir eru gjaldgengir á fundinn og er hægt að bjóða sig fram til stjórnar á fundinum.
Endilega bjóðið ykkur fram ef þið hafið áhuga.
Dagskrá Aðalfundar : 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs. (2019) 3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs. (2019) 4. Lagabreytingartillögur. ( ef einhverjar) 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning Formanns 7. Kosning nefnda. 8. Skipun skoðunarmanna reikninga. 9. Önnur mál.