Margur okkar sem eitthvað höfum fylgst með hjólum og hjólamennsku vita hvað Orange County Choppers er.
Jú þetta eru mótorhjólasmiðir og sjónvarpþættir sem voru á einhverji sjónvarpstöð kannski var það Discovery, um Skapmikla feðga Paul Teutul eldri og Paul Teutul yngri og mikey Teutul sem smíðuðu chopper mótorhjól.  Hjólin sem sýnd voru í þáttunum voru yfirleitt einhver þema hjól td úr kvikmyndum eða jú nánast hvað sem er og einhver var tilbúinn að borga hundruð þúsundir dollara fyrir.

Allavega þó flest hjólin sem þeir smíða séu alveg stórglæsileg , þá er notagildið oft látið liggja til hliðar, og í myndbandinu hér til hliðar lýsir einn eigandi hjóls frá þeim hjóli sem hann keypti sem smíðað var af OCC nokkuð ítarlega.